Category: Fréttir

Óleyfilegt niðurhal

Nokkuð mikið hefur borið á því að óæskilegir hlutir séu að skila sér í salerni og niðurföll Hafnfirðinga. Vandamálið er ekki nýtt af nálinni en virðist hafa verið að færast í aukana síðustu vikur og mánuði með tilheyrandi bilunum á dælum og öðrum tækjabúnaði. Allt þetta leiðir til kostnaðar sem annars væri hægt að nýta […]

Skipulagsbreytingar

Auglýsing um skipulag í Hafnarfjarðarbæ Deiliskipulag við Reykjanesbraut – tenging við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 28.júní 2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Reykjanesbrautar vegna tengingar við Rauðhellu/ Krýsuvíkurveg í samræmi við 1. mgr. 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í stækkun hringtorgs miðað við það sem fyrirhugað var […]

Gleðigangan í undirbúningi

Laugardaginn 6. ágúst fer fram hin árlega gleðiganga Hinsegin daga. Hafnarfjarðarbær mun í ár, líkt og fyrri ár, taka þátt í göngunni og stendur undirbúningur nú yfir. Jafningjafræðslan Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum í Vinnuskóla Hafnarfjarðar sjá um skipulagningu göngunnar í ár. Slagorð göngu er tilbúið, heimagerðar skreytingar í vinnslu og atriði á palli […]

Í bæjarfréttum er þetta helst

Nú er orðið nokkuð um liðið frá síðustu birtingu. Ástæðan er einföld…það er margt um að vera á stóru heimili og í forgangi að sinna heimilisverkunum. Nú hefur aðeins hægst um og svigrúm skapast til skrifa. Síðustu mánuðir hafa sem fyrr einkennst af miklu lífi, hátíðarhöldum og verkefnum sem tengjast sumri og uppskeru á öllum […]

Húsnæði óskast

Þriggja herbergja íbúð fyrir flóttamannafjölskyldu. Hafnarfjarðarbær óskar eftir að taka á leigu 3ja herbergja íbúð í sveitarfélaginu fyrir flóttamannafjölskyldu sem væntanleg er til landsins. Upplýsingar gefur þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síma: 585-5500 | netfang: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is Óskað er eftir að upplýsingar um húsnæði berist fyrir 27. ágúst n.k.  

Skipulagsbreytingar

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hellubraut 5 og 7, 220 Hafnarfirði. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 28. júní 2016 að auglýsa tillögu að breytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samhliða grenndarkynna tillöguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting felst í því að á lóð við […]

Stutt í næsta bekk

Brúkum bekki er samfélagsverkefni sem staðið hefur yfir frá árinu 2013 og er nú svo komið að Hafnfirðingar og aðrir gestir geta gengið um nær öll hverfi Hafnarfjarðar og hvílt sig á bekk með um 250 – 300 metra millibili. Um er að ræða sameiginlegt verkefni Öldungaráðs, Félags eldri borgara í Hafnarfirði, Félags sjúkraþjálfara og […]

Endurbygging Hrauna – vestur

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðarbæjar efndi til kynningarfundar þann 16. júní síðastliðinn um fyrirhugaða vinnu við deiliskipulagsgerð á reit, sem afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni. Á fundi var meðal annars farið yfir skipulagslýsingu fyrir svæðið, staðhætti og byggð og aðalskipulag. Fundurinn var vel sóttur og mikill áhugi fyrir breytingum og uppbyggingu á svæðinu.   Hraunin […]

Veiði og fiskrækt í Kleifarvatni

  Endurnýjaður hefur verið samningur við Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar um veiði og fiskirækt í Kleifarvatni. Samningurinn, sem nú er til sex ára, felur áfram í sér einkarétt til veiða og fiskiræktar í vatninu. Stangaveiðifélaginu er heimilt að selja félagsmönnum og öðrum veiðileyfi í Kleifarvatni.   Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar er félag með langa hefð, en félagið var stofnað […]

Vodafone hlutskarpast í útboði

Hafnarfjarðarbær og Vodafone hafa undirritað samning til tveggja ára um síma- og fjarskiptaþjónustu fyrir bæinn sem tekur til allra vöruflokka þ.e. GSM, fastlínu og gagnaflutnings. Með útboði á þjónustunni er Hafnarfjarðarbær að ná fram c.a. 25-30% hagræðingu en heildarkostnaður þessara útboðsþátta hefur verið í kringum 38-40 milljónir króna á ári. Nýlega var síma- og fjarskiptaþjónusta […]