Category: Fréttir

Sinfóníuhljómsveitin

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna verða haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 30. janúar kl. 16:00. Einleikarar á píanó með hljómsveitinni eru  Árni Halldórsson, Hugrún Britta Kjartansdóttir og Rebekka Friðriksdóttir sem eru öll nemendur í Tónskóla Sigursveins.  Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.  Á efnisskránni eru eftirtalin verk: Jón Ásgeirsson: Fornir dansar – úrval Dmitri Shostakovitsj: Píanókonsert nr. 2 Robert Schumann: […]

Þjóðarsáttmáli um læsi

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, og formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, Anna Margrét Sigurðardóttir, undirrituðu í dag samning um gerð læsissáttmála fyrir foreldra og kynningarefnis þar af lútandi. Áslandsskóli fékk þann heiður að hýsa undirritunina og stjórnaði Leifur S. Garðarsson skólastjóri athöfninni. Þjóðarsáttmáli um læsi hefur nú verið undirritaður en þar gera sveitarfélög og […]

Varðveislu- og rannsóknasetur

Samningur um nýtt Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands að Tjarnarvöllum í Hafnarfirði hefur verið undirritaður. Þetta nýja setur markar mikilvæg þáttaskil í þjóðminjavörslu á Íslandi. Þar verða kjöraðstæður til varðveislu þjóðminja við rétt öryggisskilyrði og vel búin starfsaðstaða til safnastarfs, kennslu og rannsókna á fagsviði Þjóðminjasafns Íslands sem er höfuðsafn á sviði menningarminja.  Í húsinu […]

Bæjarstjórn með í landsleik

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hefur ákveðið að skrá sig til leiks í Landsleik í lestri og þar með skrá lestur sinn á bókum, skýrslum og greinargerðum næsta mánuðinn. Það sem meira er þá ætlar bæjarstjórnin að virkja fjölskyldur sínar með í þetta verðuga læsisverkefni. Á sjálfan Bóndadaginn fór af stað landsátakið – Landsleikur í lestri – þar […]

Guðríður Ósk Elíasdóttir

Við upphaf bæjarstjórnarfundar á miðvikudaginn var Guðríðar Óskar Elíasdóttur minnst en hún lést nýverið. Guðríður var verkalýðsforkólfur og tók virkan þátt í félagsmálum. Hún var í forystu Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði og fyrrverandi varaforseti ASÍ. Guðrún Ósk var máttarstólpi í verkalýðshreyfingunni og gegndi þar margvíslegu hlutverki. Hún var varabæjarfulltrúi frá árinu 1974 og bæjarfulltrúi á […]

Hafnfirsku flóttafjölskyldurnar

Fyrsti hópur sýrlenska flóttafólksins lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis í fyrradag eftir langt ferðalag. Flóttafjölskyldurnar þrjár, sem koma til með að setjast að í Hafnarfirði, voru ekki í hópnum að þessu sinni. Tvær þeirra sáu sér ekki fært að koma  og einhver bið verður á þeirri þriðju vegna fjölskylduaðstæðna. Val á nýjum fjölskyldum stendur yfir. Þess […]

Gjald undir meðalverði

Verðlagseftirlit ASÍ er þessa dagana að kanna verðlagsbreytingar gjaldskráa sveitarfélaganna. Dagvistunargjald frístundaheimila Hafnarfjarðarbæjar er með því lægra sem gerist yfir heildina, einungis 3.146.- kr frá lægsta gjaldi og 8.669.- kr. frá því hæsta. Meðalverð dagvistunar heilt yfir er 19.402.- kr. á meðan verð Hafnarfjarðarbæjar er 17.311.- kr.  Verðlagseftirlit ASÍ kannaði í upphafi árs breytingar á gjaldskrám […]

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin er í fullum gangi í grunnskólum Hafnarfjarðar þar sem 7. bekkingar skólanna eru í markvissri þjálfun í framsögn og upplestri. Lokahátíð keppninnar fyrir Hafnarfjörð fer fram í Hafnarborg þriðjudaginn 8. mars kl. 17 þar sem tveir fulltrúar hvers grunnskóla taka þátt.   Á lokahátíðinni eru jafnframt kynnt úrslit í smásagnasamkeppni 8.-10. bekkinga og […]

Sýnilegur árangur aðgerða

Á meðan gjaldskrárhækkanir leikskóla eru almennt að eiga sér stað meðal stærstu sveitarfélaga landsins, skv. verðlagseftirliti ASÍ, er Hafnarfjarðarbær eitt fimm sveitarfélaga sem nánast stendur í stað milli ára. Sveitarfélagið var í sjötta sæti árið 2014, á yfirliti ASÍ yfir lægstu leikskólagjöldin, en vermir nú fjórða sætið. Umbætur í rekstri og endurhugsun á ferlum og […]

Rekstur veitingasölu

Óskað er eftir aðila til að taka að sér veitingarekstur í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar að Strandgötu 34. Kaffistofan býður upp á ýmsa möguleika, er öllum opin en fyrst og fremst hugsuð sem þjónusta við gesti Hafnarborgar. Góð aðstaða til framreiðslu á kaffiveitingum og léttum málsverðum. Opnunartími tengist a.m.k. opnunartíma Hafnarborgar. Einnig velkomið að […]