22 ára afmæli Vesturkots Posted apríl 14, 2016 by avista Í dag fagnar leikskólinn Vesturkot 22ja ára afmæli skólans og er nú á afmælisdaginn að fá Grænfánann afhentan í annað sinn. Innan leikskólans hefur mikil áhersla verið lögð á pappírssparnað, orkusparnað, flokkun á rusli og umhverfiskennslu með börnum. Aukin áhersla á umhverfismennt, matarsóun og lýðheilsu Undanfarna mánuði hefur leikskólinn bætt enn frekar í umhverfismenntina með því […]
Ársreikningur 2015 til umræðu Posted apríl 13, 2016 by avista Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2015 verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Hækkun launa vegna starfsmats og nýrra kjarasamninga ásamt lífeyrisskuldbindingum vega þungt og skýra að mestu frávik frá fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir 2015. Fyrsti ársfjórðungur 2016 sýnir að úttekt og rekstrarrýni síðla árs 2015 mun skila jákvæðum rekstrarniðurstöðum á yfirstandandi rekstrarári. […]
Fanney ráðin fræðslustjóri Posted apríl 13, 2016 by avista Fanney Dóróthe Halldórsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri fræðslu og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Starf fræðslustjóra var auglýst laust til umsóknar í febrúar og var Fanney valin úr hópi fjórtán umsækjenda. Fanney hefur gegnt stöðu skólastjóra Grunnskólans í Sandgerði frá árinu 2007 en hún hefur starfað við skólann frá árinu 1996. Viðamikil stjórnunarreynsla og þekking á íslensku skólasamfélagi […]
Sópun gatna og göngustíga Posted apríl 13, 2016 by avista Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um hreinsun og þvott á götum, bílastæðum við götur og skóla, og á gönguleiðum. Vorhreinsun 2016 er hafin og fer hún fram í öllum hverfum. Miðbæjarsvæði Hafnarfjarðar hefur þegar verið sópað einu sinni og verður sópað aftur fyrir Sumardaginn fyrsta. Þvottur og sópun á húsagötum, aðalgötum og göngustígum er hafin og mun […]
Vertu með á umhverfisvaktinni Posted apríl 12, 2016 by avista Umhverfisvaktin snýr aftur. Verkefnið snýr að umhirðu og fegrun bæjarins og er markmiðið sem fyrr að efla umhverfisvitund íbúa, fegurri bær og aukin hreinsun. Félögum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að vakta umhverfið, þ.e. taka að sér að sjá um hreinsun á skilgreindu landsvæði, gegn fjárstyrk til starfseminnar. Aðeins tólf hópar komast að […]
Til hamingju Haukar! Posted apríl 12, 2016 by avista Afmæliskveðja frá Hafnarfjarðarbæ Það er hverju samfélagi dýrmætt og mikilvægt að hafa innan sinna raða öflug íþróttafélög og einstaklinga sem með sjálfboðastarfi sínu hafa byggt og byggja enn upp faglegt og flott starf gagngert til að virkja einstaklinga á öllum aldri til hreyfingar og heilsubótar. Mikilvægi íþrótta og áhrif þeirra á samfélagið eru margvísleg. Íþróttir […]
Bæjarstjórnarfundur 13.apríl Posted apríl 11, 2016 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 13.apríl nk. og hefst fundurinn kl. 16:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending hefst kl 16:00.
Í bæjarfréttum er þetta helst Posted apríl 8, 2016 by avista Sumarið er handan við hornið Biðin eftir sumrinu, aðeins meiri hlýju og birtu styttist. Daginn er tekið að lengja og hver dagur nú í mars hefur fært okkur nær sumri í ansi mörgu tilliti. Íbúar eru farnir að draga fram hjólin og mikið líf farið að færast yfir bæinn í heild sinni. Á góðum dögum […]
Hvatningarverðlaunin 2016 Posted apríl 8, 2016 by avista Hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar voru afhent síðastliðinn þriðjudag. Athöfnin fór fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði fyrir fullu húsi. Frestur til að senda inn tilnefningar rann út mánudaginn 14. mars og bárust í heild 12 tilnefningar varðandi 11 einstaklinga, sem þótt hafa skarað framúr í vinnu sinni í þágu barna og ungmenna í Hafnarfirði. Val til verðlauna […]
Flóttafjölskyldurnar okkar Posted apríl 7, 2016 by avista Hópur af sýrlensku flóttafólki lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis dag eftir langt ferðalag. Flóttafjölskyldurnar eru fjórar og setjast þrjár þeirra að í Hafnarfirði og ein í Kópavogi. Það var þakklátur og þreyttur hópur sem mætti til stuttrar móttöku í Hafnarborg í Hafnarfirði áður en haldið var á ný heimili í nýju landi. Í hópnum sem kom […]