Bæjarstjórnarfundur 25. nóvember 2015 Posted nóvember 23, 2015 by avista Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 25.nóvember 2015 kl 16:00. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.
Kór Öldutúnsskóla 50 ára Posted nóvember 23, 2015 by avista Kór Öldutúnsskóla hélt upp á afmælið sitt með pompi og prakt í gær, sunnudag í skólanum okkar enda 50 ár liðin frá stofnun kórsins. Skólastjóri Öldutúnsskóla, Valdimar Víðisson, flutti ávarp þar sem hann lýsti mikilvægi þess að hafa svona öflugan og góðan kór í skólanum. Hann þakkaði Agli Friðleifssyni stofnanda og fyrrum kórstjóra og núverandi […]
Skarðshlíð breytt skipulag Posted nóvember 23, 2015 by avista Kynningar- og upplýsingafundur á vinnu við breytt deiliskipulag Skarðshlíðar verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember kl. 17:15 í Hafnarborg, Strandgötu 34 Hafnarfirði. Fólk er boðið velkomið á upplýsingafund um tillögu að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar. Á fundinum verður farið yfir tillöguna, samgöngu- og umferðarmál. Skipulagsfulltrúinn í Hafnarfirði.
Tilkynning frá Hafnarfjarðarbæ Posted nóvember 23, 2015 by avista Tilkynning frá Hafnarfjarðarbæ vegna úrskurðar Persónuverndar í máli 2015/241 (miðlun persónuupplýsinga frá Vodafone til Hafnarfjarðarbæjar og vinnsla á þeim) Niðurstaða Persónuverndar var sú að Hafnarfjarðarbær hefði haft lögmæta hagsmuni af því að kalla eftir upplýsingum frá Vodafone í umrætt sinn vegna rannsóknar meints öryggisbrots í Ráðhúsi Hafnarfjarðarbæjar, og að vinnsla þeirra hefði verið í samræmi […]
Íbúafundur um fjárhagsáætlun Posted nóvember 21, 2015 by avista Hér er hægt að nálgast upptöku af íbúafundi bæjarstjóra 10. nóvember síðastliðinn. Kynning bæjarstjóra – glærur Hér er hægt að horfa á kynningu bæjarstjóra 10.11.2015 (Opnast í nýjum vafraglugga)
Skýrsla um framtíðarnotkun Víðistaðatúns Posted nóvember 21, 2015 by avista Nýlega lauk starfshópur um framtíðarnotkun Víðistaðatúns störfum og skilaði af sér skýrslu um þau fjölmörgu tækifæri sem búa í Víðistaðatúnssvæðinu. Í skýrslunni er framkvæmdaáætlun til þriggja ára. Meðal helstu tillagna má nefna: koma upp fleiri leiktækjum setja upp grillaðstöðu fyrir hópa og fjölga þar bekkjum og borðum afmarka svæði fyrir golf/mínígolf sem stýrt verður frá […]
Endurskinsmerki í skammdeginu Posted nóvember 20, 2015 by avista Nú er mesta skammdegið og minnum við á að nota endurskinsmerki jafnt börn sem fullorðnir. Í myrkrinu sjáumst við illa og er því notkun endurskinsmerkja bráðnauðsynleg. Til þess að þau séu sem mest sýnileg er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum. Fremst á ermum Hangandi meðfram hliðum Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum
Kynheilbrigði eldri borgara Posted nóvember 17, 2015 by avista Félag eldri borgara í Hafnarfirði bauð nýverið upp á fyrirlestur sem ber heitið „Kynheilbrigði eldriborgara“ í opnu húsi í Hraunseli. Fyrirlesari var Sigga Dögg kynfræðingur. Mættir voru margir hressir eldri borgara til að fá fræðslu um ýmis mál er varðar kynheilbrigði og sambönd fólks. Flutningur Siggu Daggar á efninu var frábær og voru gestir mjög […]
Íbúðir óskast til leigu Posted nóvember 16, 2015 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir að taka á leigu nokkrar íbúðir í sveitarfélaginu. Nánari upplýsingar gefur Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 eða á netfangið hafnarfjordur@hafnarfjordur.is. Óskað er eftir að upplýsingar um íbúðir berist fyrir 1. desember. Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðarbæjar.
Dagur íslenskrar tungu Posted nóvember 16, 2015 by avista Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur 16. nóvember ár hvert og fellur á mánudag þetta árið. Þá hefst formlega Stóra upplestrarkeppnin í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hún er haldin í 7. bekkjum grunnskólanna. Í vetur heldur hún upp á 20 ára afmæli í Hafnarfirði og þar sem hátíðin hófst í Hafnarfirði verður hún aðeins 20 ára í […]