Category: Fréttir

Nýjar leiguíbúðir fyrir fatlað fólk

Landssamtökin Þroskahjálp og Hafnarfjarðarbær skrifuðu í dag undir samkomulag vegna lóðar að Öldugötu 41 í Hafnarfirði. Til stendur að húsbyggingarsjóður Þroskahjálpar reisi þar leiguíbúðir ætlaðar sex fötluðum einstaklingum. Áætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar 2018. Í dag skrifuðu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Sveinn E. Sigurðsson formaður Húsbyggingarsjóðs og Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar […]

Fræðst um flóttafólk

Starfsfólk Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar átti fróðlegan samráðsfund í dag með Dr. Dubus, Nicole Mignon, bandarískum sérfræðingi í málefnum flóttamanna og háskólakennara. Hún er hér á landi á vegum velferðarráðuneytisins og er til ráðgjafar við stjórnvöld og starfsfólk sveitarfélaga um móttöku flóttamanna og heimsótti Hafnarfjörð í dag. Á fundinum með Nicole voru rædd málefni flóttamanna og þá […]

Árdís ráðin samskiptastjóri

Árdís er með meistarapróf í stefnumótun, stjórnun og leiðtogafræðum frá Viðskiptaskólanum í Árósum, grunnpróf í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að vera með alþjóðlegt IATA/UFTA próf frá Ferðamálaskóla Íslands.  Árdís býr að góðri reynslu á fjölbreyttu sviði og hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri í stækkandi sprotafyrirtæki, markaðs- og kynningarstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem styður […]

Kaffihylkjahálsmen til sölu

Þetta er samvinnuverkefni Öldutúnsskóla, Vatnsendaskóla, Hagaborgar og Gloria Fuertes sem er skóli á Spáni.  Lykilorð verkefnisins eru   Vinátta – Sköpun – Endurnýting Markmið þess er að nemendur öðlist aukna samkennd og gleði við það að skapa fallegt handverk og gefa af sér um leið. Öðlist skilning á mikilvægi endurnýtingar og læri um mismunandi efnivið. […]

Tilkynning vegna slæms veðurs

Íbúar Hafnarfjarðar eru hvattir til að fylgjast með veðri á morgun þriðjudaginn 1. desember. Einnig eru íbúar hvattir til að fara varlega og ekki vera á ferðinni að óþörfu meðan versta veðrið gengur yfir.  Íbúar eru beðnir um að hreinsa vel frá sorpílátum og má búast við að sorphirða riðlist aðeins vegna veðurs. 

Syngjandi jól á laugardaginn

Syngjandi jól, árleg kórahátíð hafnfirskra kóra á aðventu, verður haldin í Hafnarborg laugardaginn 5. desember nk. Hátíðin er í nánum tengslum við Jólaþorpið sem er opið á sama tíma við alla Strandgötuna. Dagskrá Syngjandi jóla 2015 er sem hér segir: 09:20    Leikskólinn Norðurberg  09:40    Kór Setbergsskóla 10:00    Leikskólinn Hvammur 10:20    Leikskólinn Álfasteinn 10:40    Leikskólinn Stekkjarás […]

Undirritun samninga við sveitarfélög um móttöku flóttafólks

Undirritun samninga við sveitarfélög um móttöku flóttafólks Félags- og húsnæðismálaráðherra og bæjarstjórar Hafnarfjarðar­kaup­staðar,   Akureyrarkaupstaðar og Kópavogsbæjar undirrituðu í dag samninga um móttöku 55 sýrlenskra flóttamanna sem væntanlegir eru til landsins í næsta mánuði. Undirbúningur að móttöku flóttafólksins hefur staðið yfir um nokkurt skeið í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNCHR). Hópurinn samanstendur af tíu fjölskyldum; […]

Kór Öldutúnsskóla 50 ára

Kór Öldutúnsskóla hélt upp á afmælið sitt með pompi og prakt í gær, sunnudag í skólanum okkar enda 50 ár liðin frá stofnun kórsins.  Skólastjóri Öldutúnsskóla, Valdimar Víðisson, flutti ávarp þar sem hann lýsti mikilvægi þess að hafa svona öflugan og góðan kór í skólanum. Hann þakkaði Agli Friðleifssyni stofnanda og fyrrum kórstjóra og núverandi […]