Category: Fréttir

Sambandið beiti sér fyrir lækkun á innheimtuþóknun til ríkisins vegna innheimtu útsvars

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri hefur sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf er varðar innheimtuþóknun til ríkisins vegna innheimtu útsvars og var bréfið lagt fram á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í dag. Hafnarfjarðarbær hefur óskað eftir því að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga beiti sér fyrir því gagnvart ríkissjóði að innheimtuþóknun til ríkisins vegna innheimtu útsvars verði lækkuð og […]

Sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Hinn árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður sunnudaginn  27. september kl. 11.00 – 13.00: Gróðursett verður í Vatnshlíðarlund við Hvaleyrarvatn. Vatnshlíðarlundur er minningarlundur um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson. Mæting í Vatnshlíð norðan við Hvaleyrarvatn, á hægri hönd þegar ekið er niður að Hvaleyrarvatni frá Kaldárselsvegi. Boðið upp á hressingu í Þöll að […]

Spjaldtölvuvæðing í Áslandsskóla

Frá því um síðustu áramót hefur markvisst verið unnið að undirbúning spjaldtölvuvæðingar í Áslandsskóla. Í morgun voru fyrstu tækin afhent þegar nemendur í 5.bekk skólans fengu sín tæki afhent. Krakkarnir voru spenntir fyrir því að fá tækin í hendurnar og ekki síður kennararnir sem hafa verið að undirbúa kennsluna allt frá áramótum. „Með þessu er […]

Taktu þátt í Hreyfivikunni

Hreyfivika UMFÍ “MOVE WEEK” er evrópsk herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. Heilsubærinn Hafnarfjörður tekur þátt í verkefninu. Hlaupahópur Hauka er með opna æfingu, félag eldri borgara með göngur og leikfimi, Flensborgarhlaupið og Heilsugæslan býður upp á heilsufarsmælingar svo eitthvað sé nefnt. […]

Nýsköpun í atvinnumálum fatlaðs fólks

Á fundi fjölskylduráðs Hafnarfjarðar þann 11. september 2015 var samþykkt að leggja fjármagn í tilraunaverkefni til eins árs í nýsköpun í atvinnumálum fatlaðs fólks í Hafnarfirði. Verkefnið er unnið í samráði við Vinnumálastofnun. Guðlaug Kristjánsdóttir formaður fjölskylduráðs segir að sett verði á fót tilraunasmiðja með það að markmiði að skapa fötluðu fólki aðstæður til að […]

Bæjarstjórnarfundur 16.september

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 16.september. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 16.september 2015 Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Evrópska samgönguvikan 2015

Dagskrá 2015 9. – 22. september Hjólað í skólann – nemendur og starfsfólk framhaldsskóla landsins keppa sín á milli um að nýta virkan ferðamáta sem oftast í og úr skóla.  Nánari upplýsingar. (Opnast í nýjum vafraglugga)  Miðvikudagur 16. september – Dagur íslenskrar náttúru Reykjavík Opnun vikunnar – Hjólreiðaráætlun kynnt 11:00-14:00. Viðburður í Bankastræti – leikskólakrakkar koma […]

Flottir hafnfirskir unglingar

Á fundi fræðsluráðs í gær  kynnti Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi skýrslu frá Rannsóknum og greiningu sem gerð er fyrir Menntamálaráðuneytið og fjallar um vímuefnaneyslu meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar. Frá árinu 2003 hefur Hafnarfjarðarbær fengið sérstaka úrvinnslu úr þessari könnun og greint gögnin niður á hvern skóla. Þannig hefur verið hægt að […]

Fundargerð forsetanefndar

Á fundi forsetanefndar Hafnarfjarðarbæjar sl. mánudag voru drög að nýrri samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar til umræðu og drög að  reglugerð um Hafnarfjarðarhöfn. Með fundargerðinni voru birtir minnispunktar frá Lögfræði- og velferðarsvið og hag-og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vinnuskjals sem verið hafði í vinnslu hjá stjórnsýslu bæjarins og kom aldrei til þess […]

Hafnarfjörður – Árborg

  Á föstudaginn hefst spurningakeppnin Útsvar í Ríkissjónvarpinu og eru það Hafnarfjörður og Árborg sem stíga fyrst á svið. Lið okkar er  vel þjálfað en þau  Guðlaug Kristjánsdóttir, Kristbjörn Gunnarsson og Karl Guðmundsson munu endurtaka leikinn frá því í fyrra Nú er um að gera að senda liðinu okkar góða strauma og þeir sem vilja […]