Category: Fréttir

Þormóður Sveinsson ráðinn skipulagsfulltrúi

Þormóður lauk prófi í arkitektúr frá Háskólanum í Lundi árið 1979 og stundaði samhliða nám í hagrænni landafræði í  við sama skóla. Hann lauk framhaldsprófi í skipulagsfræði frá University of Manitoba í Kanada árið 1988. Þormóður er löggiltur arkitekt og hefur réttindi sem byggingarstjóri. Hann hefur starfað sem arkitekt í yfir 30 ár og hefur […]

Bæjarstjórnarfundur

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 30.september 2015. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 30.september 2015 Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Sigríður Kristinsdóttir ráðin bæjarlögmaður

Sigríður lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1989. Hún öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1994 og hæstaréttarlögmaður árið 2013. Hún hefur unnið við lögfræðistörf undanfarin 26 ár, þar af sem lögmaður í 21 ár. Sigríður hefur yfirgripsmikla þekkingu á verkefnum sveitarfélaga og einnig hefur hún starfað innan stjórnsýslunnar. Sigríður mun hefja störf um […]

Metaðsókn í frístundaheimilin

Frístundaheimilin hafa farið vel af stað en nú eru 823 börn að nýta þjónustuna og eru það ríflega hundrað fleiri en síðasta haust. Þessi aukning hefur valdið því að sum frístundaheimili eru með nokkrar starfsstöðvar í skólunum. Vel hefur gengið að manna flestar starfsstöðvar en  er þó hægt að bætast í hóp starfsmanna. Á dögunum […]

Bæjarráð Hafnarfjarðar skorar á Alþingi að lækka tryggingargjaldið

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í dag var lögð fram áskorun til Alþingis um að tryggingargjald 2016 verði lækkað verulega umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundum kemur fram að tryggingargjaldið var 5,34% fyrir hrun en var hækkað í 7% árið 2009 og þá mældist atvinnuleysi […]

Sambandið beiti sér fyrir lækkun á innheimtuþóknun til ríkisins vegna innheimtu útsvars

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri hefur sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf er varðar innheimtuþóknun til ríkisins vegna innheimtu útsvars og var bréfið lagt fram á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í dag. Hafnarfjarðarbær hefur óskað eftir því að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga beiti sér fyrir því gagnvart ríkissjóði að innheimtuþóknun til ríkisins vegna innheimtu útsvars verði lækkuð og […]

Sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Hinn árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður sunnudaginn  27. september kl. 11.00 – 13.00: Gróðursett verður í Vatnshlíðarlund við Hvaleyrarvatn. Vatnshlíðarlundur er minningarlundur um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson. Mæting í Vatnshlíð norðan við Hvaleyrarvatn, á hægri hönd þegar ekið er niður að Hvaleyrarvatni frá Kaldárselsvegi. Boðið upp á hressingu í Þöll að […]

Spjaldtölvuvæðing í Áslandsskóla

Frá því um síðustu áramót hefur markvisst verið unnið að undirbúning spjaldtölvuvæðingar í Áslandsskóla. Í morgun voru fyrstu tækin afhent þegar nemendur í 5.bekk skólans fengu sín tæki afhent. Krakkarnir voru spenntir fyrir því að fá tækin í hendurnar og ekki síður kennararnir sem hafa verið að undirbúa kennsluna allt frá áramótum. „Með þessu er […]

Taktu þátt í Hreyfivikunni

Hreyfivika UMFÍ “MOVE WEEK” er evrópsk herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. Heilsubærinn Hafnarfjörður tekur þátt í verkefninu. Hlaupahópur Hauka er með opna æfingu, félag eldri borgara með göngur og leikfimi, Flensborgarhlaupið og Heilsugæslan býður upp á heilsufarsmælingar svo eitthvað sé nefnt. […]

Nýsköpun í atvinnumálum fatlaðs fólks

Á fundi fjölskylduráðs Hafnarfjarðar þann 11. september 2015 var samþykkt að leggja fjármagn í tilraunaverkefni til eins árs í nýsköpun í atvinnumálum fatlaðs fólks í Hafnarfirði. Verkefnið er unnið í samráði við Vinnumálastofnun. Guðlaug Kristjánsdóttir formaður fjölskylduráðs segir að sett verði á fót tilraunasmiðja með það að markmiði að skapa fötluðu fólki aðstæður til að […]