Þátttaka í Björtum dögum Posted mars 18, 2016 by avista Menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin dagana 20.-24. apríl næstkomandi. Bjartir dagar er þátttökuhátíð og byggir á því að stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar taki þátt í að skapa viðburði sem tengjast hátíðinni eða taki þátt í þeim dagskrárliðum sem aðrir skipuleggja. Viltu taka þátt í Björtum dögum? Þessa dagana er verið að setja saman dagskrá […]
Ný áætlun í barnavernd Posted mars 17, 2016 by avista Síðustu mánuði hefur þverpólitískur hópur, með stuðningi og styrk starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar, unnið að endurskoðun framkvæmdaáætlunar í barnavernd frá árunum 2010 – 2014. Margt hefur áunnist í barnaverndarmálum í Hafnarfirði síðustu árin og sífellt er verið að leita leiða til að gera verkefni skilvirkari og auka tækifæri starfsmanna til að nýta fjölbreyttari aðferðir til úrlausna. Ný […]
Skólamálin áhugaverðust Posted mars 17, 2016 by avista Ungmennaráð Hafnarfjarðar ásamt starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar Vitans stóðu fyrir Ungmennaþingi þriðjudaginn 15. mars sl. í Lækjarskóla. Þingið, sem var öllum unglingum á aldrinum 13-18 ára opið, var ætlað að gefa tækifæri til þess að ræða málefni ungs fólks í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson setti þingið. Fulltrúar Ungmennaráðs Hafnarfjarðar, þær Lára Rós Friðriksdóttir og Ína Kathinka […]
Íbúakönnun um skipulagsmál Posted mars 16, 2016 by avista Mars er mánuður samtals um skipulagsmál í Hafnarfirði. Vinnustofan Þinn staður – okkar bær verður opin til 3. apríl og er hér um að ræða vettvang fyrir íbúa, fyrirtæki og aðra áhugasama til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri. Til að skapa til grunn til umræðu og skipulagsvinnu til framtíðar voru starfshópar fengnir […]
Þinn staður – okkar bær Posted mars 14, 2016 by avista Mars er tileinkaður hönnun og skipulagi í Hafnarfirði. Vinnustofan „Þinn staður – okkar bær“ var opnuð í Hafnarborg miðvikudaginn 9. mars og stendur hún yfir til 3. apríl. Þar eru til sýnis þær hugmyndir og sviðsmyndir sem lagðar hafa verið til í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar til framtíðar m.a. í tengslum við skýrslu um þéttingu byggðar og […]
Menningardagar í Áslandsskóla Posted mars 14, 2016 by avista Hafnarfjörður bærinn minn – menningardagar í Áslandsskóla 2016 Dagana 14. -17. mars eru menningardagar í Áslandsskóla. Þá er skólastarfið brotið upp á margvíslegan hátt. Hafnarfjörður bærinn minn er þema menningardaga að þessu sinni. Nemendum er skipt í hópa þar sem þeir vinna að fjölbreyttum verkefnum. Hefðbundin stundaskrá gildir ekki þessa daga. Fimmtudaginn 17. mars er […]
Bæjarstjórnarfundur 16. mars Posted mars 14, 2016 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 16.mars nk. og hefst fundurinn kl. 16 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending hefst kl 16:00.
Glær poki fyrir úrgang Posted mars 11, 2016 by avista Frá og með byrjun febrúar hefur áhersla verið lögð á að pappír, pappi, tau og klæði fari í endurvinnslufarveg í stað urðunar. Ekki er lengur leyfilegt að henda svörtum ruslapokum í pressugáminn og aðeins tekið við úrgangi í glærum pokum. Glær poki auðveldar starfsmönnum að leiðbeina viðskiptavinum við flokkun og draga þannig úr úrgangi til […]
Gler á grenndarstöðvar Posted mars 11, 2016 by avista Í febrúar hófst söfnun glers á 37 grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Í glergáma geta íbúar skilað hvers konar gleri sem fellur til á heimilum, s.s. sultukrukkum, glerflöskum og öðrum ílátum úr gleri án endurgjalds. Glerið má hvort sem er vera glært eða litað en þarf að vera hreint og ílát tóm. Á næstu árum verða settir […]
Út með dekkjakurlið Posted mars 10, 2016 by avista Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að gúmmíkurli verði skipt út á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins, samtals átta völlum. Framkvæmdin mun eiga sér stað strax í sumar og er gert ráð fyrir að frá og með hausti 2016 þá verði kurlið farið af öllum völlunum. Gervigras og gúmmíkurl á íþróttasvæðum FH og […]