Nýr skólastjóri Hvaleyrarskóla

Fréttir

Kristinn Guðlaugsson hefur verið ráðinn skólastjóri við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði frá og með 1. ágúst 2015.

Kristinn Guðlaugsson hefur verið ráðinn skólastjóri við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði frá og með 1. ágúst 2015. Kristinn er fæddur í Hafnarfirði 1968 og gekk í Öldutúnsskóla og lauk síðar stúdentsprófi frá Flensborgarskóla.  Hann lauk íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni og framhaldsnámi við Íþróttaháskóla Noregs 1994.  Árið 2000 tók Kristinn diplómu í tölvu- og upplýsingatækni við KHÍ og 2009 bætti hann við sig námi í mannauðsstjórnun við Endurmenntun HÍ.  Haustið 2014 hóf hann meistaranám í stjórnun menntastofnana við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og vinnur þessar vikurnar að lokaritgerð í því námi.

Kristinn hefur starfað sem kennari við Álftanesskóla frá árinu 1990 og verið deildarstjóri í 1.-6. bekk ásamt kennslu í  tölvu- og upplýsingatækni frá árinu 2008. Kristinn hefur víða komið við í félagsmálum og setið í sveitarstjórn, ráðum og nefndum fyrir sveitarfélagið Álftanes.

Fráfarandi skólastjóri er Helgi Arnarson, sem hefur verið skólastjóri Hvaleyrarskóla sl. 9 ár., en hann tekur nú við stöðu sviðsstjóra fræðslusviðs í Reykjanesbæ.

Ábendingagátt