Category: Fréttir

Mamma Mia í Víðistaðaskóla

Nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla frumsýna söngleikinn Mamma Mia föstudaginn 20. mars kl. 19.30 í Íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla undir leikstjórn Lönu Írisar Dungal. Aðrar sýningar verða laugardaginn 21. mars kl. 14 og 17 og sunnudaginn 22. mars kl. 14 og 17. Nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla sýna árlega söngleik og í ár það hinn vinsæli […]

Fjölgreindarleikar í Víðistaðaskóla

Í þessari viku standa yfir fjölgreindarleikar í Víðistaðaskóla en þá einkennir skólastarfið af verkefnum sem sjást ekki á hverjum degi í skólanum og reyna á mismundandi eiginleika og birta ólíka hæfileika. Á fjölgreindarleikum er brugðið á leik og líkami, sál og hugur virkjaður á margvíslegan hátt. Það er verið að kasta boltum, brjóta saman í […]

Stóra upplestrarkeppnin 13.mars kl. 15.00 i Hásölum

Því miður þurfti að fresta lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem vera átti í gær vegna veðurs.  Nú hefur verið ákveðið að halda keppnina föstudaginn 13.mars kl. 15.00 í Hásölum. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið á hátíðum í grunnskólunum lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá […]

17. júní skemmtiatriði – auglýst eftir skemmtiatriðum

Þjóðhátíðarnefnd auglýsir eftir skemmtiatriðum á 17. júní. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á Thorsplani, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum í miðbænum. Vinsamlega sendið inn hugmyndir að allskonar atriðum og uppákomum á framkvæmdastjóra 17. júní Geir Bjarnason geir@hafnarfjordur.is eða skriflega til Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfjörður merkt 17. júní. Tekið verður […]

Grenndarkynning á Suðurnesjalínu 2

Landsnet hf sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 í Hafnarfirði. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025. Á fundi 24. febrúar 2015 fól Skipulags- og byggingarráð sviðsstjóra að senda erindið í grenndarkynningu ef Skipulagsstofnun mælti svo fyrir. Borist hefur umsögn Skipulagsstofnunar, sem mælir með því að framkvæmdin sé grenndarkynnt skv. 13. grein skipulagslaga […]

Hátíð Stóru upplestrarkeppninnar í dag frestað

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem vera átti kl. 17 í dag í Hafnarborg er frestað sökum óveðurs sem nú gengur yfir bæinn. Ný dagsetning fyrir hátíðina tilkynnt síðar. Myndin er af sigurvegurum í fyrra ásamt skólastjórnendum sínum.

Ófærð í Hafnarfirði

Ófærð er um allan bæ en verst er þó ástandið á  Völlum, Krýsuvíkurvegi, Áslandi, Setbergi og í Mosahlíð. Mjög slæmt skyggni er í bænum en samkvæmt veðurspá á að fara að rigna innan klukkutíma og þá um leið ætti skyggni að skána þannig að snjóruðningstæki geti hafið ruðning.

Stjórn Minningarsjóðs Helgu og Bjarna úthlutar styrkjum úr styrktarsjóði

Þrjú verkefni hlutu styrk úr Minningarsjóð Helgu og Bjarna við hátíðlega athöfn í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju Hásölum á afmælisdegi Bjarna Snæbjörnssonar læknis 8. mars. Húsið – Ungmennahús fékk tvo styrki, Ísjakarnir sem er hópastarf með það að markmiði að tengja ungmenni af erlendum uppruna inn í samfélagið fékk 150 þúsund og Stuðboltarnir hópur ungmenna með fatlanir […]

Velheppnaður starfsdagur dagforeldra

Föstudaginn 6. mars voru dagforeldrar í Hafnarfirði með starfsdag. Dagurinn var fullskipaður og byrjaði kl. 08:30 á aðalfundi.   Aðalheiður Runólfsdóttir var kosinn formaður og til vara  Sigríður Júlíusdóttir. Aðrir í stjórn voru kosnar Eyrún Gísladóttir gjaldkeri og Þóra Jónína Hjálmarsdóttir og Steinþóra Þorsteinsdóttir meðstjórnendur. Að aðalfundi loknum sóttu dagforeldrar fræðsluerindi í boði Hafnarfjarðarbæjar um stefnu […]

Stóra upplestrarkeppnin

Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið á hátíðum í grunnskólunum lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun.  Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og veitt verða verðlaun fyrir boðskortið og í smásagnasamkeppni sem efnt er til árlega í 8.-10. bekkjum […]