Category: Fréttir

11 manns sóttu um stöðu bæjarlögmanns

Hafnarfjarðarbær auglýsti fyrir skömmu stöðu bæjarlögmanns. Hér má sjá lista yfir umsækjendur : Nafn: Starfsheiti Auður Björg Jónsdóttir Hæstaréttarlögmaður Ágúst Stefánsson Lögmaður Björg Rúnarsdóttir Lögfræðingur Halla Ýr Albertsdóttir Lögfræðingur Harpa Rún Glad Lögmaður Hjörtur Örn Eysteinsson Lögmaður Hólmgeir El. Flosason Lögmaður Sigríður Kristinsdóttir Hæstaréttarlögmaður Sigurður Jónsson Hæstaréttarlögmaður Sigurjón Ingvason Lögmaður Stefán Erlendsson Lögmaður

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika  fatlaðs fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. „ Með fötlun er átt við það ástand sem skapast þegar einstaklingur þarf fjölþætta þjónustu og aðstoð til langframa vegna alvarlegrar þroskaröskunar eða annarrar röskunar á færni.“ Hafnarfjarðarbær veitir styrki til greiðslu námskostnaðar sem […]

Haustsýning Hafnarborgar 2016 – Kallað eftir tillögum

Eins og undanfarin fimm ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að sýningu í Hafnarborg haustið 2016. Sýningin Heimurinn án okkar sem nú stendur yfir í safninu var valin úr athyglisverðum tillögum sem sendar voru inn á síðasta ári. Markmiðið með því að óska eftir innsendum tillögum er að fá tækifæri til að […]

Þjóðarátak í læsi

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Hafnarfjarðarbæjar, fulltrúa Heimilis og skóla í Hafnarfirði og mennta- og menningarmálaráðherra um þjóðarátak í læsi barna og ungmenna. Athöfnin fór fram í Lækjarskóla með viðhöfn.  Myndir frá athöfnin er að finna á Feisbókarsíðu bæjarins.

Vilji til að taka á móti flóttamönnum

Á fundi Fjölskylduráðs Hafnarfjarðar í morgun voru málefni flóttamanna til umræðu og lýsti ráðið einróma yfir fullum vilja til að taka þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar varðandi móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks sem væntanlegt er til landsins. Guðlaug Kristjánsdóttir formaður fjölskylduráðs segir að Hafnarfjarðarbær búi að góðri reynslu af móttöku flóttamanna sem komið geti að […]

Húsnæðismál leik- og grunnskóla á Völlum

Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum í gær að stofnaður verði starfshópur sem fái það verkefni að meta húsnæðisþörf leik- og grunnskóla á Völlum. Starfshópurinn fær það hlutverk að móta tillögur um framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á svæðinu og skili tillögum þar um fyrir 1. desember 2015. Erindisbréf starfshópsins og tilnefningar í hann verði lagðar fram á næsta […]

Heimurinn án okkar

Haustsýning Hafnarborgar 2015 er sýningin  Heimurinn án okkar. Á sýningunni eru verk eftir myndlistarmennina  Björgu Þorsteinsdóttur, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Finn Jónsson, Gerði Helgadóttur, Mörtu Maríu Jónsdóttur, Ragnar Má Nikulásson, Steinu og Vilhjálm Þorberg Bergsson sem öll eiga sér ólíkan bakgrunn í íslensku myndlistarlífi. Á sýningunni er teflt saman verkum íslenskra listamanna af ólíkum kynslóðum sem vinna með hugmyndir […]

Stuðningur við starfsfólk í leikskólanám

Í dag voru undirritaðir samningar við starfsfólk í leikskólum bæjarins sem fær námsstyrk frá Hafnarfjarðarbæ til að stunda nám í leikskólakennarafræðum. 23 starfsmenn leikskólanna hafa fengið námsstyrk til að stunda nám í leikskólafræðum, ýmist til grunnnáms eða meistaranáms. Þeir fá stuðning til þess að sækja kennslu á dagvinnutíma og fá þannig leyfi frá störfum í […]

Hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu

Starfsfólk Áslandsskóla hleypur sem fyrr ýmsar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni. Líkt og undanfarin ár hlaupa þau til styrktar Íþróttafélaginu Firði. Gangi ykkur vel á morgun.

Listamannaspjall og sýningarlok

Sunnudaginn 23. ágúst kl. 15 munu Björn Árnason, Daniel Reuter og Katrín Elvarsdóttir koma saman í aðalsal Hafnarborgar og ræða verk sín á sýningunni   Enginn staður við sýningargesti. Þetta er jafnframt síðasti sýningardagur sýningarinnar. Á sýningunni eru verk átta ljósmyndara sem allir eru búsettir á Íslandi og beina sjónum sínum að íslenskri náttúru. Ásamt þeim Birni, […]