Category: Fréttir

Bæjarstjórn ályktar um Iðnskólann

Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag ar eftirfarandi ályktun samþykkt: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir áhyggjum af framtíð Iðnskólans í Hafnarfirði í ljósi þeirra viðræðna sem nú eru farnar af stað um hugsanlega sameiningu við Tækniskólann. Iðnskólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna í skólasamfélaginu í Hafnarfirði og þjónar ekki einungis þeim fjölda hafnfirskra ungmenna sem þar […]

Málþing – Að stika sér spönn á kvennaslóðum

Laugardaginn 18. apríl kl. 14 verður efnt til málþings í tengslum við sýninguna MENN sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) skipuleggur málþingið en þar koma fræðimenn og samfélagsrýnar saman og ræða efni frá sjónarhóli karla- og jafnréttisfræða. Þátttakendur eru allir þekktir fyrir rannsóknir eða skrif um jafnréttismál en það eru […]

Tilnefninga óskað

Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar óskar eftir tilnefningum til viðurkenningar fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2015 en árlega er veittar 1-3 viðurkenningar. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á mikilvægi skólastarfs með því að veita einstaka skólaverkefnum í Hafnarfirði sem þykja athyglisverð sérstaka viðurkenningu. Leitað er að verkefnum sem hafa haft frumkvæði, fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi þar sem samvinna […]

Góðar umræður á unglingaþingi

Ungmennaráð Hafnarfjarðar hélt árlegt unglingaþing í félagsmiðstöðinni Vitanum í Lækjarskóla mánudagskvöldið 13. apríl. Þar fá unglingar í Hafnarfirði tækifæri til þess að koma ábendingum á framfæri sem ungmennaráð vinnur áfram með og kemur til bæjaryfirvalda. Á þinginu sköpuðust góðar umræður og margvíslegar tillögur voru lagðar fram en í upphafi skrifaði unga fólkið hugmyndir á gula […]

Bæjarstjórnarfundur 15.apríl

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 15.apríl 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Íbúafundur um framtíðarnýtingu á Víðistaðatúni

Mánudaginn 20. apríl kl. 19:30 í Hraunbyrgi, skátaheimilinu við Víðistaðatún Nýlega hóf starfshópur störf á vegum Hafnarfjarðarbæjar sem er ætlað að skoða möguleika á að nýta Víðistaðatún enn betur og móta framtíðarsýn fyrir svæðið.  Starfshópurinn leitar nú til þeirra sem hafa áhuga á að leggja verkefninu lið og heldur opinn íbúafund þar sem málin verða […]

Jónína Guðnadóttir – Vörður í Hafnarborg

Sunnudaginn 12. apríl kl. 14 gefst gestum Hafnarborgar tækifæri til að kynnast áhugaverðum ferli Jónínu Guðnadóttur (f. 1943) myndlistarmanns. Jónína hefur búið og starfað í Hafnarfirði í tæpa fjóra áratugi og meðal annars rekið vinnustofu þar sem hún hefur unnið bæði nytjagripi og listaverk. Sýndar verða myndir af verkum frá öllum ferlinum og munu Pétrún […]

Flottir unglingar

Niðurstöður könnunar Rannsóknar og greininga sem lögð var fram í febrúar fyrir  alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk í Hafnarfirði sýna jákvæða þróun í vímuefnaneyslu unglinga. Árlega taka unglingar á Íslandi þátt í þessari könnun og er unnið úr gildum svörum þeirra nemenda sem tóku þátt. Alls tóku 84% nemenda í unglingadeildum grunnskólanna […]

Með rísandi sól

Þriðjudaginn 7. apríl kl. 12 kemur bassasöngvarinn og Hafnfirðingurinn Sigurður Skagfjörð Steingrímsson fram á hádegistónleikum í Hafnarborg ásamt Antóníu Hevesi píanóleikara. Á tónleikunum sem bera nafnið Með rísandi sól mun Sigurður flytja íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns og Sveinbjörn Sveinbjörnsson en einnig Ol’ Man River úr söngleiknum Showboat og Als Büblein klein, aríu úr óperunni Die lustige Weiber von Windsor eftir […]

Hafnarfjörður í Útsvari í kvöld

Í kvöld keppa Hafnarfjörður og Fljótsdalshérað í  spurningarkeppninni Útsvari . Við sendum þeim Guðlaugu, Kristbirni og Karli að sjálfssögðu góða strauma og þeir sem vilja geta mætt í sjónvarpssal til að fylgjast með og hvetja þau til dáða. Lið okkar er skipað þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur, Kristbirni Gunnarssyni og Karli Guðmundssyni. Áfram Hafnarfjörður