Flottir unglingar

Fréttir

Niðurstöður könnunar Rannsóknar og greininga sem lögð var fram í febrúar fyrir  alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk í Hafnarfirði sýna jákvæða þróun í vímuefnaneyslu unglinga.

Niðurstöður könnunar Rannsóknar og greininga sem lögð var fram í febrúar fyrir  alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk í Hafnarfirði sýna jákvæða þróun í vímuefnaneyslu unglinga.

Árlega taka unglingar á Íslandi þátt í þessari könnun og er unnið úr gildum svörum þeirra nemenda sem tóku þátt. Alls tóku 84% nemenda í unglingadeildum grunnskólanna í Hafnarfirði þátt en samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni  er vímuefnaneysla unglinga á talsverðu undanhaldi.

Það vekur athygli að engin vímuefnaneysla mælist meðal nemenda í 8.bekk, þ.e. engir nemendur hafa neytt áfengis, tóbaks eða annarra vímuefna samkvæmt niðurstöðum.

Niðurstöður Rannsóknar og greininga má skoða hér.

Ábendingagátt