Category: Fréttir

Veiði og fiskrækt í Kleifarvatni

  Endurnýjaður hefur verið samningur við Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar um veiði og fiskirækt í Kleifarvatni. Samningurinn, sem nú er til sex ára, felur áfram í sér einkarétt til veiða og fiskiræktar í vatninu. Stangaveiðifélaginu er heimilt að selja félagsmönnum og öðrum veiðileyfi í Kleifarvatni.   Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar er félag með langa hefð, en félagið var stofnað […]

Vodafone hlutskarpast í útboði

Hafnarfjarðarbær og Vodafone hafa undirritað samning til tveggja ára um síma- og fjarskiptaþjónustu fyrir bæinn sem tekur til allra vöruflokka þ.e. GSM, fastlínu og gagnaflutnings. Með útboði á þjónustunni er Hafnarfjarðarbær að ná fram c.a. 25-30% hagræðingu en heildarkostnaður þessara útboðsþátta hefur verið í kringum 38-40 milljónir króna á ári. Nýlega var síma- og fjarskiptaþjónusta […]

Nýr hafnfirskur fréttavefur

Síðastliðinn föstudag fór í loftið nýr hafnfirskur fréttavefur:  www.fjardarfrettir.is. Vefurinn byggir á góðum grunni Fjarðarpóstsins sem gefinn hefur verið út síðustu fimmtán árin og Fjarðarfrétta sem fyrst var gefið út árið 1969 af sömu aðilum og síðar stofnuðu Fjarðarpóstinn. Nýja vefnum er ætlað að vera lifandi fréttavefur um Hafnarfjörð, mannlífið, atvinnulífið og umhverfið – fyrir Hafnfirðinga […]

Samstarf um uppbyggingu íbúða

Hafnarfjarðarbær og Alþýðusamband Íslands hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu 150 leiguíbúða í Hafnarfirði. Verkefnið verður unnið á grundvelli laga um almennar leiguíbúðir sem samþykkt voru á Alþingi 2. júní síðastliðinn. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði og Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu 150 leiguíbúða í Hafnarfirði á næstu fjórum […]

Frisbígolf með fjölskyldunni

Nú er hægt að leigja frisbídiska hjá Skátafélaginu Hraunbúum í Hraunbyrgi Sumarið 2014 var opnaður sex holu frisbígolfvöllur á Víðistaðatúni. Frisbígolf er leikið á svipaðan hátt og venjulegt golf nema að í stað golfkylfa og golfbolta eru notaðir frisbídiskar og í stað golfhola eru sér útbúnar körfur settar upp. Nú stendur áhugasömum til boða að […]

Sumarhátíð á Víðistaðatúni

Þriðjudaginn 5. júlí milli kl. 13 og 16 verður sumarhátíð haldin á Víðistaðatúni fyrir börn og unglinga sem tekið hafa þátt í sumarstarfi í Hafnarfirði það sem af er sumri.  Hægt verður að leika sér m.a. í risarennibraut auk þess sem bryddað verður upp á hinum ýmsum þrautum og leikjum.  Heitt verður á kolunum og […]

Róló opnar 6. júlí

Í sumar verður starfræktur róló frá 6. júlí – 3. ágúst  fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2010-2014).  Völlurinn er staðsettur að Smyrlahrauni 41a og verður opinn frá kl. 8:30 – 12 og kl. 13 – 16:30. Lokað er í hádeginu.  Hægt er að kaupa klippikort fyrir róló á MÍNUM SÍÐUM undir – skráning […]

Bærinn kaupir Lækjargötu 2

Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar, í umboði bæjarstjórnar, hefur ákveðið að kaupa Lækjargötu 2 sem í daglegu tali gengur undir nafninu Dvergur. Bærinn átti fyrir um 70% af húsinu á móti einkahlutafélaginu Sjónveri sem er eigandi að um 30%. Fyrirhugað er að vinna við breytingu á deiliskipulagi Lækjargötu – Dvergslóðar og hugsanlega næsta nágrennis hefjist fljótlega. Einkahlutafélagið Sjónver […]

Þríþraut – takmörkun umferðar

  Þann 3. júlí n.k. mun 3SH halda sinn árlega Þríþrautardag frá kl. 8:00 – 16:00. Keppnin hefur undanfarin ár alfarið verið haldin á Vallasvæði og á Krýsuvíkurvegi en í ár verður keppnissvæðið stækkað og opnað á tækifæri fyrir fleiri til að njóta og taka þátt. Keppnin mun nú teygja anga sína í miðbæ Hafnarfjarðar […]

Upplifum leikinn á Thorsplani

ÁFRAM ÍSLAND! Stórleikur Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum Evrópumótsins verður sýndur á stórum skjá á Thorsplani á sunnudaginn. Hafnfirðingar og aðrir nærsveitungar eru hvattir til að mæta á EM-heimavöll Hafnarfjarðar til að hvetja okkar menn áfram og umfram allt gleðjast. Leikurinn hefst stundvíslega kl. 19 og eru gestir hvattir til að mæta tímanlega, […]