Frábæru málþingi lokið

Fréttir

Málþing um læsi, lestur er lífsins leikur, var haldið í gær sem nálægt 900 starfsmenn leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar sóttu.

Í gær var haldið málþingi um læsi fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla í Hafnarfirði á skipulagsdegi þeirra.  Nálægt 900 starfsmenn leik- og grunnskóla bæjarins, auk gesta, sátu þingið og var almenn ánægja með fyrirlestrana og málstofurnar sem i boði voru.
 
Málþingið var  hluti af læsisverkefni bæjarins sem farið var af stað með á síðasta ári. Verkefnið miðar að því að stuðla að því að efla og styrkja nemendur í námi með víðtækum aðgerðum út frá greiningum, skimunum og íhlutunum á lestri upp allan leik- og grunnskólann.

Málstofustjóri, Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri á Skólaskrifstofunni setti þingið. Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráð ávarpaði þingið og sagði m.a.: „ Við höfum allt til alls í Hafnarfirði til að hægt sé að bæta námsárangur og verða í fararbroddi, – frábært starfsfólk, skóla og nemendur og við þurfum að komast að því hvað hægt er að gera til að námsárangur verði betri – og bregðast strax við af ábyrgð með því að láta verkin tala. Og það er svo sannarlega verið að gera með þessu vandaða og ítarlega læsisverkefni sem sett hefur verið af stað í Hafnarfirði.“

Málþingið byggði á tveimur aðalfyrirlestrum dr. Hermundar Sigmundssonar og dr. Freyju Birgisdóttur. Að þeim loknum tóku við fjórar þematengdar málstofur út frá ólíkum aldri nemenda og viðfangsefnum starfsmanna í skólum þar sem nokkur erindi voru flutt í hverri málstofu.

Hluti málstofugesta

Ábendingagátt