Málþing um læsi 25. febrúar

Fréttir

Málþing fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla í Hafnarfirði verður haldið á skipulagsdaginn 25. febrúar nk. á Hilton Hótel Nordica.

Málþing um læsi fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla í Hafnarfirði verður haldið á skipulagsdegi beggja skólastiganna í Hafnarfirði þann  25. febrúar nk. á Hilton Hótel Nordica.

Málþingið byggir á tveimur aðalfyrirlestrum og fjórum málstofum þar sem flutt verða fjögur erindi samtímis.

DAGSKRÁ

 Kl. 8.30    Setning

                   Ávarp – Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs.

Kl. 8.45    Aðalfyrirlestur 1: Ný sjónarhorn á nám og færniþróun  – dr. Hermundur Sigmundsson.

Kl. 9.30    Aðalfyrirlestur 2: Málþroski og læsi leik- og grunnskólanemenda  – dr. Freyja Birgisdóttir.

 Kl. 10.15-45 Kaffihlé og kynningarbásar

 Kl. 10.45– 12.30  Fjórar málstofur á sama tíma til að velja á milli (fjögur erindi, 20 mín. hvert í málstofu). Sjá hér áfram.

Málstofuerindin kl. 10.45-12.30

 MÁLSTOFA A

Lengi býr að fyrstu gerð – málörvun/lestrarundirbúningur í leikskólastarfi

1. Orðaspjall – að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bóklestri – Árdís Hrönn Jónsdóttir.

2. Með leikgleði lærum við – Karen Valdimarsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir.

3. Leikskólalæsi í Kiðagili – Agnes Bryndís Jóhannesdóttir og Inda Björk Gunnarsdóttir.

4. Snemmtæk íhlutun í málörvun – Sigurður Sigurjónsson og Bergrós Ólafsdóttir.

 

MÁLSTOFA B

Lestur er samvinnuverkefni  – lestrarnám á mörkum  leik- og grunnskóla

1. Helstu undirstöðuþættir lestrar og þjálfun þeirra – Helga Sigurmundsdóttir.

2. Okkar mál – samstarfsverkefni frá leikskólasjónarhorni – Nichole Leigh Mosty.

3. Reynsla 1. bekkjarkennara af innleiðingu K-PALS – G. Sólveig Ágústsdóttir.

4. Leikur og læsi – Fjóla Þorvaldsdóttir.

 

 MÁLSTOFA C

Lestur er lífsins alvara – lestur í grunnskóla

1. Leið til árangurs – kennsluúrræði og skipulagt foreldrasamstarf eftir að búið er að leggja fyrir Leið til læsis – Helena Rafnsdóttir.

2. Lestur og leikur – einstaklingsmiðuð lestrarkennsla fyrir 1. bekk – Herdís  Rós Njálsdóttir.

3. Getum við brúað bilið? Aðferðir til að efla lestrarnám nemenda – Anna-Lind Pétursdóttir.

4. PALS lestrarþjálfun í 2. – 7. – Kristín Inga Guðmundsdóttir.

 

MÁLSTOFA D

Allir kennarar eru móðurmálskennarar – lestur í öllum námsgreinum

1. Móðurmáls-/íslenskuþjálfun í öllum námsgreinum – Vigfús Hallgrímsson.

2. Lestur allan grunnskólann – stuðningur við læsi eldri nemenda – Drífa Gunnarsdóttir.                  

3. Lesa – til hvers? – Ragnheiður Gestsdóttir.

4. Læsi unglinga í Garðaskóla – Guðný Þóra Friðriksdóttir

Ábendingagátt