Category: Fréttir

Barnakóramóti frestað

Barnakóramóti Hafnarfjarðar sem halda átti á morgun, 14. mars, í Víðistaðakirkju er frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs. Ný dagsetning kynnt síðar. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar.

Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni ljósir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði fór fram í Hásölum í dag en fresta þurfti keppninni vegna veðurs frá þriðjudeginum síðasta. Hátíðin var falleg og ljúf að venju og erfitt að velja sigurvegara. Sigurvegara varð þó að velja. Í þriðja sæti varð Gunnar Árnason úr Setbergsskóla og í öðru sæti Katla Sif Snorradóttir úr Áslandsskóla. Sigurvegari […]

Mikill áhugi fyrir lóðum í Hafnarfirði

Mikill áhugi var fyrir lóðinni Kirkjuvöllum 12 sem nýlega var auglýst laus til umsóknar. Sjö aðilar sóttu um að fá að byggja fjölbýlishús á lóðinni sem er í eldri hluta Vallahverfisins. Vellirnir hafa byggst hratt upp og nú búa þar um 4900 manns.  Vellirnir eru hverfi sem hefur upp á allt að bjóða, á svæðinu […]

Mamma Mia í Víðistaðaskóla

Nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla frumsýna söngleikinn Mamma Mia föstudaginn 20. mars kl. 19.30 í Íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla undir leikstjórn Lönu Írisar Dungal. Aðrar sýningar verða laugardaginn 21. mars kl. 14 og 17 og sunnudaginn 22. mars kl. 14 og 17. Nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla sýna árlega söngleik og í ár það hinn vinsæli […]

Fjölgreindarleikar í Víðistaðaskóla

Í þessari viku standa yfir fjölgreindarleikar í Víðistaðaskóla en þá einkennir skólastarfið af verkefnum sem sjást ekki á hverjum degi í skólanum og reyna á mismundandi eiginleika og birta ólíka hæfileika. Á fjölgreindarleikum er brugðið á leik og líkami, sál og hugur virkjaður á margvíslegan hátt. Það er verið að kasta boltum, brjóta saman í […]

Hönnun í Hafnarfirði

12.-15. mars verður lögð áhersla á hönnun í Hafnarfirði.  Hafnarborg, Íshús Hafnarfjarðar og Litla Hönnunar Búðin taka þátt í Hönnunarmars og vill Hafnarfjarðarbær vekja athygli á gróskumikilli hönnun í bænum.  Aðgangur ókeypis. Hafnarborg, Strandgötu 34 Á gráu svæði / Gray Area.  Sýning á nýjum verkum skoska hönnuðarins David Taylor sem liggja á mörkum hönnunar og […]

Stóra upplestrarkeppnin 13.mars kl. 15.00 i Hásölum

Því miður þurfti að fresta lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem vera átti í gær vegna veðurs.  Nú hefur verið ákveðið að halda keppnina föstudaginn 13.mars kl. 15.00 í Hásölum. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið á hátíðum í grunnskólunum lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá […]

17. júní skemmtiatriði – auglýst eftir skemmtiatriðum

Þjóðhátíðarnefnd auglýsir eftir skemmtiatriðum á 17. júní. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á Thorsplani, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum í miðbænum. Vinsamlega sendið inn hugmyndir að allskonar atriðum og uppákomum á framkvæmdastjóra 17. júní Geir Bjarnason geir@hafnarfjordur.is eða skriflega til Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfjörður merkt 17. júní. Tekið verður […]

Grenndarkynning á Suðurnesjalínu 2

Landsnet hf sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 í Hafnarfirði. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025. Á fundi 24. febrúar 2015 fól Skipulags- og byggingarráð sviðsstjóra að senda erindið í grenndarkynningu ef Skipulagsstofnun mælti svo fyrir. Borist hefur umsögn Skipulagsstofnunar, sem mælir með því að framkvæmdin sé grenndarkynnt skv. 13. grein skipulagslaga […]

Hátíð Stóru upplestrarkeppninnar í dag frestað

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem vera átti kl. 17 í dag í Hafnarborg er frestað sökum óveðurs sem nú gengur yfir bæinn. Ný dagsetning fyrir hátíðina tilkynnt síðar. Myndin er af sigurvegurum í fyrra ásamt skólastjórnendum sínum.