Stóra upplestrarkeppnin 13.mars kl. 15.00 i Hásölum

Fréttir

Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið á hátíðum í grunnskólunum lesa brot úr skáldverki og ljóð.

Því miður þurfti að fresta lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem vera átti í gær vegna veðurs.  Nú hefur verið ákveðið að halda keppnina föstudaginn 13.mars kl. 15.00 í Hásölum.

Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið á hátíðum í grunnskólunum lesa brot úr skáldverki og ljóð.

Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. 

Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og veitt verða verðlaun fyrir boðskortið og í smásagnasamkeppni sem efnt er til árlega í 8.-10. bekkjum skólanna.

Nemendur úr Litlu upplestrarkeppninni munu setja hátíðina.

Skáld Stóru upplestrarkeppninnar að þessu sinni eru Guðrún Helgadóttir og Anton Helgi Jónsson.

Ábendingagátt