Category: Fréttir

Hraunvallaskóli 10 ára

Í gær var haldið upp á 10 ára afmæli Hraunvallaskóla með hátíð í skólanum í gær. Þar buðu starfsmenn og nemendur skólans gestur og gangandi upp á fjölbreyttar skemmtanir. Haldnar voru þrjár skemmtanir þar sem nemendur komu fram með söng, dansi og ræðuhöldum. Þá var öllum gestum boðið upp á afmælisköku og djús. Starfsfólki skólans, […]

eTwinning kennurum fjölgar í átaki

Þetta skólaár, skólaárið 2014-2015, hefur verið í gangi sérstakt verkefni í Hafnarfirði um að gefa fleiri grunnskólakennurum í bænum tækifæri til að taka virkan þátt í eTwinning verkefni Evrópusambandsins. Áður en verkefnið hófst voru 10,9% kennara í Hafnarfirði skráðir í eTwinning en nú í lok skólaársins voru þeir 18,9%. Fjöldi verkefna með hafnfirskum kennurum var […]

Lækjarskóli sigurvegari íþróttamótsins

Lækjarskóli er sigurvegari í íþróttamóti grunnskólanna í Hafnarfirði skólaárið 2014-2015. Keppnin var haldin í Kaplakrika í ár í maí. Það er breytilegt milli ára hverjar keppnisgreinar eru en í ár voru þær fótbolti, handbolti, bandý og frjálsar íþróttir (langstökk, 400 m hlaup og 200 m boðhlaup). Í hverju keppnisliði er blandað saman stelpum og strákum […]

Heimsókn til Frederiksberg

Mánudaginn 25. maí lögðu átta ungmenni í 8. bekk úr öllum skólum af stað á vinabæjarmót norrænu vinabæjarkeðjunnar í Frederiksberg í Danmörku. Þar tók unga fólkið þátt í fjölbreyttri vinnu með jafnöldrum sínum frá vinabæjunum þar sem hæfileikar þeirra voru fléttaðir saman við tónlistar og leiklistaratriði sem þau fluttu fyrir sendinefndir frá vinabæjunum sem komu […]

Óskar Guðjónsson ráðinn sem forstöðumaður Bókasafnsins

Óskar Guðjónsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar og mun hefja störf í byrjun ágústmánaðar. Óskar er með meistaragráðu í bókasafnsfræðum frá State University of New Jersey og BA gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði og bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hann starfar nú sem safnastjóri og fer með yfirstjórn þriggja útibúa Borgarbókasafns Reykjavíkur. Anna Sigríður […]

Menningargöngur í allt sumar

Í sumar verður boðið upp á fyrstu menningargöngu sumarsins með leiðsögn um svæðið umhverfis miðbæ Hafnarfjarðar öll fimmtudagskvöld kl. 20. Þetta er annað sumarið sem göngurnar eru haldnar og í fyrra fór þátttakan fram úr björtustu vonum. Hver ganga tekur um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Fimmtudagskvöldið 4. júní kl. 20 mun Magnea […]

107 ára kaupstaðarafmæli

Hafnarfjarðarbær fagnar 107 ára kaupstaðarafmæli í dag. ” Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1. júní 1908. Sama dag var fyrsti kjörfundurinn haldinn í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu. Fundurinn hófst á hádegi og lauk þremur klukkutímum síðar. 25 manns komu á kjörstað, en talið er að um 400 manns hafi verið á kjörskrá. Í Kvásum, nýstofnuðu bæjarblaði, segir að […]

Innritunaraldur í leikskóla lækkaður, útgjöld barnafjölskyldna minnka

Mánudaginn 1. júní, á 107 ára kaupstaðarafmæli bæjarins, verða lagðar fram í fræðsluráði tillögur sem miða m.a. að því að lækka innritunaraldur barna í leikskóla og hækka mótframlag til foreldra barna hjá dagforeldrum. Með þessum tillögum er reglunum breytt þannig að yngri börn komast inn í leikskóla og stefnt er að því að börn verði […]

Fráveitan – breytingar á lögnum í Ósnum

Á síðasta áratug tóku Hafnfirðingar myndarlega á fráveitumálum bæjarins. Ráðist var í átaksverkefni sem að fólst í því að byggðar voru fjórar sérhannaðar dælu- og hreinsistöðvar meðfram strandlengjunni frá Herjólfsgötu allt suður í Hraunavík. Inn á þessar stöðvar voru tengdar flestar eldri skolplagnir í eldri hlutum bæjarins en ástand þeirra var og er býsna misjafnt. […]

Hraunvallaskóli 10 ára

Nú í júní er stór stund í sögu skólans. Þá útskrifum við í fyrsta sinn nemendur sem hafa lokið tíu ára skólagöngu sinni við Hraunvallaskóla. Í tilefni þessara skemmtilegu tímamóta bjóðum við þér/ykkur að fagna með okkur þriðjudaginn 2. júni. Við bjóðum upp á fjölbreytta dagskrá á sal þar sem nemendur gleðja og skemmta okkur […]