Málefni nemenda með sérþarfir Posted janúar 26, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær stóð í dag fyrir málþingi í Hásölum (safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju) um sérúrræði í grunnskólum og málefni nemenda með sérþarfir. Í kringum 150 einstaklingar úr röðum foreldra, kennara, þroskaþjálfa, skólastjórnenda og annarra hagsmunahópa mættu á þingið, hlýddu á erindi og tóku þátt í umræðu um mikilvægi þess að mæta námsþörfum allra nemenda í daglegu grunnskólastarfi. Fjallað […]
Heilahristingur – heimavinnuaðstoð Posted janúar 24, 2017 by avista Bókasafn Hafnarfjarðar, í samstarfi við Rauða krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ, heldur úti verkefninu Heilahristingur – heimavinnuaðstoð. Þjónustan er einnig í boði í Hvaleyrarskóla. Aðstoðin felur í sér aðstoð við heimanám grunnskólanemenda í 1. – 10. bekk með það að markmiði að styðja þá og styrkja í námi sínu. Nemendur þurfa ekki að skrá sig […]
Sérstakur húsnæðisstuðningur Posted janúar 24, 2017 by avista Frá áramótum sér Vinnumálastofnun um afgreiðslu nýrra húsnæðisbóta en Hafnarfjarðarbær heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings, sem kemur í stað sérstakra húsaleigubóta. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 18. janúar s.l. nýjar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem veittar eru á grundvelli laga um nr. […]
Nýr vefur Hafnarfjarðarbæjar tilnefndur til vefverðlauna Posted janúar 23, 2017 by avista Dómnefnd Íslensku Vefverðlaunanna hefur unnið hörðum höndum síðustu vikur og hefur nú valið efstu fimm vefverkefni í hverjum flokki. Nýr vefur Hafnarfjarðarbæjar er í hópi þeirra fimm vefverkefna sem tilnefnd hafa verið í flokknum: Opinberi vefur ársins og er þar í hópi vefverkefna Einkaleyfastofu, Kópavogsbæjar, Íslandsstofu og Veitna. Afhending vefverðlaunanna fer fram í Silfurbergi Hörpunnar […]
Mikil gróska í hafnfirsku atvinnulífi Posted janúar 20, 2017 by avista Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem voru veitt í fyrsta sinn í gær Íshúsi Hafnarfjarðar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg. Annríki – Þjóðbúningar og skart og VON mathús & bar fengu einnig viðurkenningu. Íshús Hafnarfjarðar hlaut verðlaunin fyrir að hafa lyft bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Verðlaunin eru þakklætisvottur Markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að […]
Framkvæmdir hafnar við nýtt hjúkrunarheimili Posted janúar 20, 2017 by avista Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi eru hafnar. Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili á svæði sem opnar á ýmsa möguleika. Starfshópur á bak við uppbygginguna tók í vikunni skóflustunga að nýju heimili og markaði þar með upphaf framkvæmda. Fyrirtækið Grafa og grjót hf. mun á næstu dögum hefja jarðvinnu á svæðinu sem ráðgert […]
Skipulagsbreyting – Hafravellir Posted janúar 17, 2017 by avista Breyting á deiliskipulagi við Hafravelli 13, Hafnarfirði Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 31.08.2015 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Hafravöllum 13 í samræmi við 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í stækkun lóðar sem nemur tveimur bílastæðum af fjórum sem staðsett eru við suð- vesturhorn lóðarinnar nr. 13 við […]
Skipulagslýsing Kaldárselsvegur Posted janúar 17, 2017 by avista Auglýsing skipulagslýsingar vegna nýs deiliskipulags fyrir Kaldárselsveg. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. janúar 2017 var samþykkt að senda skipulagslýsingu fyrir Kaldárselsveg í auglýsingu. Þegar vinna við gerð deiliskipulags hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og […]
Vinátta í leikskólum Hafnarfjarðar Posted janúar 17, 2017 by avista Vináttuverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi – verður innleitt í alla leikskóla Hafnarfjarðar á árinu. Innleiðingin hófst formlega í dag þegar öllum leikskólum voru afhent námsgöng sem tilheyra verkefninu. Starfsmenn allra leikskólanna sækja svo námskeið, þar sem þeir fá fræðslu um verkefnið og þjálfun í að nota það. Vináttuverkefnið miðar að því að […]
Bæjarstjórnarfundur 18. janúar Posted janúar 16, 2017 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 18. janúar. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00. Meðal efnis á fundi eru reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsnæðisbætur, samstarfssamningur […]