Category: Fréttir

TM hlutskarpast í útboði

Hafnarfjarðarbær og Tryggingamiðstöðin hf. (TM) skrifuðu í dag undir nýjan samning um vátryggingarviðskipti fyrir sveitarfélagið. Nýtt útboð í heildartryggingar Hafnarfjarðarbæjar skilar sparnaði upp á tæpar 17 milljónir króna á ári eða um 51 milljónir króna á þriggja ára samningstíma. Samhliða voru tryggingarverðmæti endurmetin  þannig að útboð er ekki einungis að skila sparnaði heldur einnig betri […]

Hin hlið flugeldanna

Mikið rusl fellur til um áramót þegar tonnum af flugeldum er skotið á loft. Flugeldar sem gleðja okkur þegar þeir birtast í fallegum litum fyrir ofan okkur en gleðja okkur kannski síður þegar þeir lenda á jörðu niðri á víð og dreif um fallega bæinn okkar. Tökum höndum saman og hreinsum upp eftir áramótin Það […]

Afreksíþróttafólk verðlaunað

Afreksíþróttafólk Hafnarfjarðar var heiðrað og verðlaunað fyrir góða frammistöðu á sínu sviði í Íþróttahúsinu við Strandgötu í dag þar sem árleg Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar fór fram. Hrafnhildur Lúthersdóttir, landsliðskona í sundi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, var valin íþróttakona Hafnarfjarðar annað árið í röð og Axel Bóasson, landsliðsmaður í golfi úr Golfklúbbnum Keili, íþróttakarl ársins í […]

Deiliskipulagsbreyting

Stapahraun 11 og Stapahraun 12 Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 3. nóvember 2015 að auglýsa tillögu að breytingunni í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að lóðirnar, Stapahraun 11 og Stapahraun 12, eru sameinaðar í lóðina Stapahraun 11-12. Fyrirhuguð starfsemi á lóðinni er  verslun, þjónusta, framleiðsla […]

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2015

Íþróttakona og –karl Hafnarfjarðarbæjar árið 2015 verða krýnd á viðurkenningarhátíð sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu þriðjudaginn 29. desember. Hátíðin hefst stundvíslega kl. 18:00. Athugið að beint streymi er frá hátíðinni í kvöld á forsíðu heimasíðu bæjarins:  www.hafnarfjordur.is Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd verða með afhendingu viðurkenninga til hafnfirskra íþróttamanna, Íslandsmeistara, hópa Bikarmeistara, Norðurlandameistara […]

Auka pokar fyrir almennt sorp

  Stórhátíðum fylgir yfirleitt heldur meira sorp en gengur og gerist aðra mánuði ársins. Í desember og fram í janúar (15. des – 15. jan) ætlar Hafnarfjarðarbær að bjóða til sölu auka poka fyrir almennt sorp. Þessa poka má setja við hlið sorptunna og verða þeir teknir við reglubundna sorphirðu í bænum á þessu tímabili. […]

Þorláksmessuganga og Jólaþorp

  Í kvöld verður jólaganga í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Lagt verður af stað kl. 19.00 frá nýja Lækjarskóla og gengið að Thorsplani. Jólasveinar ættaðir úr Hellisgerði leiða gönguna. Á Thorsplani tekur jólakvartett á móti göngufólki með fallegum söng, boðið verður upp á skötu og jólin sungin inn að hætti Hafnfirðinga. Jólamarkaðurinn í Jólahúsunum er opinn […]

Opnunartími yfir hátíðarnar

  Meðfylgjandi eru upplýsingar um opnunartíma Þjónustuvers og Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar, sundlauga, bókasafns og byggðasafns.   Þjónustuver   Þorláksmessa  – frá kl. 8:00 – 16:00 Aðfangadagur – lokað Jóladagur – lokað Annar í jólum – lokað 28. – 30. desember – opið frá kl. 8:00 – 16:00 Gamlársdagur – lokað Frá og með 4. janúar er […]

Akstur á Hvaleyrarvatni ekki leyfður

Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar vill árétta að ísakstur á Hvaleyrarvatni er  EKKI leyfður.  Þann 22. janúar 2001 var Vélhjólaíþróttaklúbbnum gefið leyfi fyrir ísakstri á Hvaleyrarvatni með ýmsum takmörkunum.  Þessi takmörk voru ekki virt og var því leyfið afturkallað með eftirfarandi bókun umhverfisnefndar þann 12. desember 2006.         Mótorcross við Hvaleyrarvatn,  hávaðamengun   Mál nr. […]

Jólakveðja til þín frá okkur

Bæjarstjórn og starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar senda íbúum og fyrirtækjum í Hafnarfirði hugheilar jóla- og nýárskveðjur með innilegu þakklæti fyrir samtal og samstarf á árinu sem er að líða.  Hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með ykkur á nýju ári. Saman gerum við Hafnarfjörð að besta bæjarfélaginu! Njótið hátíðanna!