Category: Fréttir

Greining á fjárhag Hafnarfjarðarkaupstaðar

Á fundi bæjarstjórnar sem nú stendur yfir kynnti bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, skýrslu um greiningu á fjárhag Hafnarfjarðarkaupstaðar.  Skýrslan, sem er unnin er af bæjarstjóra,  er greining á heildarrekstri og fjármálum Hafnarfjarðarkaupstaðar á tímabilinu frá 2002 til 2014. Í skýrslunni kemur fram að fjárhagsvandi Hafnarfjarðarkaupstaðar er tvíþættur. Annars vegar rekstrarvandi, þar sem rekstrarafgangur fyrir óreglulegar […]

Sigurvegarar dorgveiðikeppninnar

Leikjanámskeiðin í Hafnarfirði stóðu fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju á miðvikudag. Rúmlega 300 veiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á bryggjuna og veiddu tæplega 100 fiska. Á færin komu hin ýmsu sjávardýr eins og koli, ufsi, marhnútar og krossfiskur. Hörður Rafnar Auðarson Pálmarsson veiddi  einhverskonar burstaorm og fékk verðlaun fyrir furðufiskinn. Aníta Ósk Hilmarsdóttir […]

Dorgveiðikeppni

Miðvikudaginn 24. júní standa leikjanámskeiðin í Hafnarfirði fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára. Í rúm 20 ár hefur Hafnarfjarðarbær staðið fyrir þessari dorgveiðikeppni og í fyrra tóku rúmlega 300 börn þátt og veiddu tæplega 200 fiska. Sigurvegarinn veiddi fjóra fiska og vó þyngsti fiskur […]

Hjúkrunarheimili á Sólvangssvæðinu

Á fundi fjölskylduráðs sl. föstudag var samþykkt tillaga  um að nýtt 60 rýma  hjúkrunarheimili, samkvæmt fyrirliggjandi samningi við Velferðarráðuneytið frá árinu 2010, rísi á Sólvangsreitnum. Jafnframt var bæjarstjóra falið að taka upp formlegar viðræður við Velferðarráðuneytið um fjölgun hjúkrunarrýma í bænum enda fyrirliggjandi brýn þörf á frekari uppbyggingu á næstu árum. Samþykkt var að vísa […]

Bæjarstjórnarfundur 24. júní kl. 14.00

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 24.júní  kl. 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Til hamingju með daginn

Skipulögð hátíðarhöld eru áformuð víða um land í  dag  í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar verða í fríi eftir í hádegi í dag og gefst þannig kostur á að taka þátt í hátíðarhöldunum. Stofnanir bæjarins verða því lokaðar frá hádegi 19. júní en öll neyðarþjónusta verður til staðar.

Niðurstöður úttektar Capacent á Hafnarfjarðarhöfn

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 4. mars síðastliðinn að láta gera úttekt á stjórnsýslu, fjármálum og rekstri Hafnarfjarðarhafnar síðastliðin tíu ár. Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar bæjarfulltrúum og hafnarstjórn í dag. Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að um leið og skuldastaða hefur batnað hefur rekstrarkostnaður aukist. Þessi þróun hefur orðið þrátt fyrir að tekjur á tímabilinu […]

Dagskrá 17. júní 2015

17. júní 2015 – Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði 8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling Skátafélagið Hraunbúar flaggar 100 fánum víðsvegar um bæinn í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 19. júní.   10:00 Frjálsíþróttamót í frjálsíþróttahúsi Kaplakrika Frjálsíþróttadeild FH stendur fyrir frjálsíþróttamóti fyrir 6-10 ára – börn fædd 2005-2009 Keppt verður í eftirtöldum […]

Hundrað fjallkonur í Hafnarfirði á 17. júní

Eitt hundrað konur í þjóðbúningum flytja ávarp fjallkonunnar, „Á annarri öld“ eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, á þjóðhátíðardaginn í Hafnarfirði í tilefni af hundrað ára afmæli kosningarréttar kvenna. Undanfarin ár hefur Annríki – þjóðbúningar og skart veitt aðstoð við að klæðast þjóðbúningum allra landa og kl. 11 á að safnast saman í Flensborgarskólanum til undirbúnings. Kl. […]

Íþróttastyrkir fyrir 16 ára og yngri

Í dag tóku fulltrúar hafnfirskra íþróttafélaga á móti styrkjum frá Rio Tinto Alcan á Íslandi hf og Hafnarfjarðarbæ fyrir 16 ára og yngri iðkendur félaganna við athöfn í Straumsvík.  Frá árinu 2001 hefur verið í gildi samningur milli Rio Tinto Alcan, ÍBH og Hafnarfjarðarbæjar um stuðning við íþróttastarf 16 ára og yngri iðkenda aðildarfélaga ÍBH. […]