Frumkvöðlasetrið Kveikjan flutt í nýtt húsnæði Posted júní 4, 2015 by avista Frumkvöðlasetrið Kveikjan sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands annast rekstur á í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ flutti fyrir skemmstu í nýtt húsnæði að Flatahrauni 14 í Hafnarfirði en í því húsnæði hafði slökkvilið Hafnarfjarðar áður aðsetur. Samstarfssamningur Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar, sveitarfélagsins Álftaness og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um frumkvöðlasetrið Kveikjuna var fyrst undirritaður 1. maí árið 2009. Þá var frumkvöðlasetrið […]
Viðurkenning fræðsluráðs til Hraunvallaskóla Posted júní 4, 2015 by avista Hraunvallaskóli hlýtur viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2015 fyrir nýbreytni og þróunarstarf á unglingastigi skólans. Á síðustu árum hefur skólastarf á unglingastigi skólans verið endurskipulagt og þróað frekar út frá kennslufræði einstaklingsmiðunar með hliðsjón af kennsluaðstæðum (skólahúsnæðinu). Viðurkenning fræðsluráðs hefur það að markmiði að vekja athygli á mikilvægi skólastarfs í samfélaginu og veita einstaka verkefnum viðurkenningu […]
Viðurkenning fræðsluráðs til Víðivalla Posted júní 4, 2015 by avista Leikskólinn Víðivellir hlýtur viðurkenningu fræðsluráðs árið 2015 fyrir fagmennsku og skólaþróun í skólanum. Í skólanum hefur verið margvíslegt þróunarstarf verið í gangi og skólinn verið í forystu þar á mörgum sviðum. Viðurkenning fræðsluráðs hefur það að markmiði að vekja athygli á mikilvægi skólastarfs í samfélaginu og veita einstaka verkefnum viðurkenningu sem miða að skólaþróun, samvinnu […]
Hraunvallaskóli 10 ára Posted júní 3, 2015 by avista Í gær var haldið upp á 10 ára afmæli Hraunvallaskóla með hátíð í skólanum í gær. Þar buðu starfsmenn og nemendur skólans gestur og gangandi upp á fjölbreyttar skemmtanir. Haldnar voru þrjár skemmtanir þar sem nemendur komu fram með söng, dansi og ræðuhöldum. Þá var öllum gestum boðið upp á afmælisköku og djús. Starfsfólki skólans, […]
eTwinning kennurum fjölgar í átaki Posted júní 3, 2015 by avista Þetta skólaár, skólaárið 2014-2015, hefur verið í gangi sérstakt verkefni í Hafnarfirði um að gefa fleiri grunnskólakennurum í bænum tækifæri til að taka virkan þátt í eTwinning verkefni Evrópusambandsins. Áður en verkefnið hófst voru 10,9% kennara í Hafnarfirði skráðir í eTwinning en nú í lok skólaársins voru þeir 18,9%. Fjöldi verkefna með hafnfirskum kennurum var […]
Lækjarskóli sigurvegari íþróttamótsins Posted júní 3, 2015 by avista Lækjarskóli er sigurvegari í íþróttamóti grunnskólanna í Hafnarfirði skólaárið 2014-2015. Keppnin var haldin í Kaplakrika í ár í maí. Það er breytilegt milli ára hverjar keppnisgreinar eru en í ár voru þær fótbolti, handbolti, bandý og frjálsar íþróttir (langstökk, 400 m hlaup og 200 m boðhlaup). Í hverju keppnisliði er blandað saman stelpum og strákum […]
Heimsókn til Frederiksberg Posted júní 3, 2015 by avista Mánudaginn 25. maí lögðu átta ungmenni í 8. bekk úr öllum skólum af stað á vinabæjarmót norrænu vinabæjarkeðjunnar í Frederiksberg í Danmörku. Þar tók unga fólkið þátt í fjölbreyttri vinnu með jafnöldrum sínum frá vinabæjunum þar sem hæfileikar þeirra voru fléttaðir saman við tónlistar og leiklistaratriði sem þau fluttu fyrir sendinefndir frá vinabæjunum sem komu […]
Óskar Guðjónsson ráðinn sem forstöðumaður Bókasafnsins Posted júní 2, 2015 by avista Óskar Guðjónsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar og mun hefja störf í byrjun ágústmánaðar. Óskar er með meistaragráðu í bókasafnsfræðum frá State University of New Jersey og BA gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði og bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hann starfar nú sem safnastjóri og fer með yfirstjórn þriggja útibúa Borgarbókasafns Reykjavíkur. Anna Sigríður […]
Menningargöngur í allt sumar Posted júní 2, 2015 by avista Í sumar verður boðið upp á fyrstu menningargöngu sumarsins með leiðsögn um svæðið umhverfis miðbæ Hafnarfjarðar öll fimmtudagskvöld kl. 20. Þetta er annað sumarið sem göngurnar eru haldnar og í fyrra fór þátttakan fram úr björtustu vonum. Hver ganga tekur um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Fimmtudagskvöldið 4. júní kl. 20 mun Magnea […]
107 ára kaupstaðarafmæli Posted júní 1, 2015 by avista Hafnarfjarðarbær fagnar 107 ára kaupstaðarafmæli í dag. “ Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1. júní 1908. Sama dag var fyrsti kjörfundurinn haldinn í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu. Fundurinn hófst á hádegi og lauk þremur klukkutímum síðar. 25 manns komu á kjörstað, en talið er að um 400 manns hafi verið á kjörskrá. Í Kvásum, nýstofnuðu bæjarblaði, segir að […]