Category: Fréttir

Bæjarstjórnarfundur í dag

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 13.maí l 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Nýr skólastjóri Hvaleyrarskóla

Kristinn Guðlaugsson hefur verið ráðinn skólastjóri við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði frá og með 1. ágúst 2015. Kristinn er fæddur í Hafnarfirði 1968 og gekk í Öldutúnsskóla og lauk síðar stúdentsprófi frá Flensborgarskóla.  Hann lauk íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni og framhaldsnámi við Íþróttaháskóla Noregs 1994.  Árið 2000 tók Kristinn diplómu í tölvu- og upplýsingatækni við KHÍ og […]

Hörðuvellir 80 ára

Leikskólinn Hörðuvellir, við Lækinn í Hafnarfirði, fagnar 80 ára afmæli í ár og í því tilefni var haldin afmælishátíð í skólanum í dag. Skólinn tók til starfa árið 1935 en tvö ár þar á undan fór þar fram sumarstarfsemi. Upphaflega var skólinn stofnaður af verkakonum í bænum. Börn og starfsfólk skólans höfðu undirbúið margt í […]

Foreldrar ánægðir með frístundaheimilin

Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra barna á frístundaheimilum í Hafnarfirði sem gerð var nú í mars, kemur fram aukin ánægja sem starfsemina. Um 750 börn eru á frístundaheimilum bæjarins og bárust svör frá 259 foreldrum. Foreldrar voru spurðir um fjölmarga þætti sem tengjast frístundaheimilum eins og um aðgengi að stjórnendum, hvort þeir fái nægar upplýsingar, […]

Sameiginlegur vilji að efla iðnnám í Hafnarfirði

Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar áttu í gær fund með menntamálaráðherra vegna fyrirhugaðrar sameiningar  Iðnskólans í Hafnarfirði við Tækniskólann. Í samtali við Rúv í gærkvöldi sagði Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar “ að á fundinum hafi komið fram sameiginlegur vilji beggja að efla og varðveita iðnkennslu í Hafnarfirði. Ákveðið var að skipaverkefnahóp til að vinna áfram að málinu.“ Stjórn […]

Grænupplagt !

Nú er rétti tíminn fyrir garða- og lóðahreinsun. Dagana 18. til og með 20.maí munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar fara um bæinn og hirða garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Vinsamlegast athugið að setja ekki of mikið í pokana svo þeir verði hvorki of þungir eða geti rifnað. Að hreinsunardögunum loknum þurfa bæjarbúar sjálfir […]

Vinnuskólinn

Í dag mánudaginn 4. maí var farið með umsóknir ásamt kynningarbréfi í alla grunnskóla í Hafnarfirði.  Unglingarnir fara með blöðin heim og fylla út ásamt forráðamanni og skila svo aftur í skólann í lok vikunnar. Nú hefur verið lokað fyrir umsóknir á netinu fyrir árgang 1998.  Þeir sem eiga eftir að sækja um á þeim […]

Markaðsstofa Hafnarfjarðar – Vilt þú taka þátt í spennandi verkefni ?

Markaðsstofa Hafnarfjarðar mun verða leiðandi í að gera Hafnarfjörð að öflugum valkosti fyrir fólk og fyrirtæki til búsetu, atvinnu og afþreyingar. Með eflingu samstarfs íbúa, fyrirtækja, félaga og bæjaryfirvalda verður Markaðsstofan enn fremur vettvangur skoðanaskipta um hvernig gera má góðan bæ enn betri. Leitað er að verkefnastjóra til að leiða undirbúning að stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar […]

Afmælistónleikar

Kór Öldutúnsskóla fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir með tónleikum í Víðistaðakirkju föstudaginn 1. maí kl. 17:00. Kórinn er elsti barnakór landsins sem starfað hefur samfellt. Efnisskráin samanstendur af sönglögum sem verið hefur á dagskrá kórsins í áranna rás. Frumflutt verður nýtt tónverk, Cancta Caecilia, eftir Báru Gísladóttur. Margir fyrrverandi kórfélagar koma fram […]

Aukin þjónusta við fatlað fólk

Í morgun undirrituðu, Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Guðrún Þórðardóttir formaður Áss styrktarfélags, þjónustusamning vegna búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Klukkuvelli í Hafnarfirði. Árið 2013 undirrituðu Hafnarfjarðarbær og Ás styrktarfélag viljayfirlýsingu þess efnis að Ás stæði að byggingu og rekstri þriggja búsetukjarna fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði. Skóflustunga að fyrsta kjarnanum sem er að Klukkuvöllum  […]