Hvað finnst þér ? Posted mars 18, 2015 by avista Starfshópur um endurskoðun frístundaheimila, frístundastyrkja og fyrirkomulags niðurgreiðslna og gjalda hefur ásamt starfsmönnum tómstundaskrifstofu unnið að samþykkt um starfsemi frístundaheimila. Sú samþykkt tengist fjölmörgum aðilum í Hafnarfirði og því er það mikilvægt að fá umsögn frá sem flestum aðilum. Í dag er engin slík samþykkt til. Frítími barna og fullorðinna er dýrmætur og í vaxandi […]
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Posted mars 16, 2015 by avista Þriðjudaginn 17.mars kl. 17.15 verður haldinn umræðufundur í Hafnarborg þar sem rætt verður um starfssemi Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem stofnuð verður á næstu vikum. Markaðsstofan mun leggja áherslu á að gera Hafnarfjörð að öflugum valkosti fyrir fólk og fyrirtæki til búsetu, atvinnu og afþreyingar. Fundarstjóri – Helgi Ásgeir Harðarson Dagskrá fundarins; Inngangur – Pétur Óskarsson Markaðsstofa […]
Bæjarstjórnarfundur 18.mars kl. 14.00 Posted mars 16, 2015 by avista Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 18.mars 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.
Undanúrslit í Veistu svarið? Posted mars 16, 2015 by avista Mánudaginn 16. mars fóru fram undanúrslit í Veistu Svarið, spurningakeppni grunnskóla Hafnarfjarðar, annars vegar í félagsmiðstöðinni Öldunni þar sem Öldutúnsskóli mætti Áslandsskóla, og hins vegar í félagsmiðstöðinni Setrinu þar sem Setbergsskóli mætti Lækjarskóla. Svo fór að Setbergsskóli sigraði Lækjarskóla 27-19 og Áslandsskóli vann Öldutúnsskóla 34-21. Fyrsta umferð fór fram mánudaginn 2. mars. Kepptu þá lið […]
Kynning á heilsueflandi skóla Posted mars 16, 2015 by avista Í dag var haldinn kynningarfundur um heilsueflandi leik- og grunnskóla fyrir stjórnendur í leik- og grunnskólum bæjarins í tilefni þess að Hafnarfjörður hefur gert samning um að gerast heilsueflandi samfélag. Fundurinn var haldinn í Hraunvallaskóla þar sem nálægt 30 manns tóku þátt í fundinum. Á fundinum kynntu þrír skólar, Flensborgarskólinn, Hraunvallaskóli og Hvaleyrarskóli, hvernig þeir […]
Barnakóramóti frestað Posted mars 13, 2015 by avista Barnakóramóti Hafnarfjarðar sem halda átti á morgun, 14. mars, í Víðistaðakirkju er frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs. Ný dagsetning kynnt síðar. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar.
Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni ljósir Posted mars 13, 2015 by avista Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði fór fram í Hásölum í dag en fresta þurfti keppninni vegna veðurs frá þriðjudeginum síðasta. Hátíðin var falleg og ljúf að venju og erfitt að velja sigurvegara. Sigurvegara varð þó að velja. Í þriðja sæti varð Gunnar Árnason úr Setbergsskóla og í öðru sæti Katla Sif Snorradóttir úr Áslandsskóla. Sigurvegari […]
Hönnun í Hafnarfirði Posted mars 12, 2015 by avista 12.-15. mars verður lögð áhersla á hönnun í Hafnarfirði. Hafnarborg, Íshús Hafnarfjarðar og Litla Hönnunar Búðin taka þátt í Hönnunarmars og vill Hafnarfjarðarbær vekja athygli á gróskumikilli hönnun í bænum. Aðgangur ókeypis. Hafnarborg, Strandgötu 34 Á gráu svæði / Gray Area. Sýning á nýjum verkum skoska hönnuðarins David Taylor sem liggja á mörkum hönnunar og […]
Mikill áhugi fyrir lóðum í Hafnarfirði Posted mars 12, 2015 by avista Mikill áhugi var fyrir lóðinni Kirkjuvöllum 12 sem nýlega var auglýst laus til umsóknar. Sjö aðilar sóttu um að fá að byggja fjölbýlishús á lóðinni sem er í eldri hluta Vallahverfisins. Vellirnir hafa byggst hratt upp og nú búa þar um 4900 manns. Vellirnir eru hverfi sem hefur upp á allt að bjóða, á svæðinu […]
Mamma Mia í Víðistaðaskóla Posted mars 12, 2015 by avista Nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla frumsýna söngleikinn Mamma Mia föstudaginn 20. mars kl. 19.30 í Íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla undir leikstjórn Lönu Írisar Dungal. Aðrar sýningar verða laugardaginn 21. mars kl. 14 og 17 og sunnudaginn 22. mars kl. 14 og 17. Nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla sýna árlega söngleik og í ár það hinn vinsæli […]