Menningarstyrkir til verkefna og viðburða Posted janúar 27, 2015 by avista Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar- og lista í Hafnarfirði. Umsóknareyðublöð eru á www.hafnarfjordur.is, undir MÍNAR SÍÐUR / umsóknir. Athugið að til þess að sækja um þarf að skrá sig inna á MÍNAR SÍÐUR bæjarins. Aðstoð við skráningu er hægt að fá hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðar […]
Verðlaunað fyrir lestur í Öldutúnsskóla Posted janúar 25, 2015 by avista Landsleikurinn ALLIR LESA var haldinn í haust. Á dögunum fór fram viðurkenning í Öldutúnsskóla til þess árgangs sem lagði sig mest fram í því verkefni en það var 8. bekkur skólans. Viðurkenningin var fólgin í vöffluboði í skólanum í kjölfar smá leiktíma. Í Öldutúnsskóla eins og öðrum skólum er leitast við að ná árangri í […]
Söngkeppni Hafnarfjarðar 2015 Posted janúar 23, 2015 by avista Þann 21. janúar var haldin Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar en þessi árlega keppni er undankeppni Söngkeppni Samfés sem haldin verður í Laugardalshöll laugardaginn 14. mars. Keppnin fór fram í Víðistaðaskóla í félagsmiðstöðinni Hrauninu en þar hefur hún verið haldin undanfarin ár. Alls tóku 14 atriði þátt, tvö atriði úr hverri félagsmiðstöð en þau atriði höfðu verið […]
Viðurkenning fyrir nýsköpun Posted janúar 23, 2015 by avista Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu voru afhent í fjórða sinn í dag. Verðlaunin eru samstarfsverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Um 50 verkefni voru tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna í ár. Hafnarfjarðarbær fékk viðurkenningu fyrir Áfram-verkefnið sem fór af stað í […]
Ásvallabraut komin á dagskrá – Samgöngubót fyrir íbúa í Vallahverfinu Posted janúar 21, 2015 by avista Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem nú stendur yfir var deiliskipulag fyrir Ásvallabraut, vegur sem tengir saman Ásland og Velli, samþykkt. „ Ásvallabrautin er mikil samgöngubót, ekki bara fyrir akandi heldur líka fyrir göngu- og hjólreiðafólk en samhliða brautinni verða lagðir hjólastígar. Nú standa yfir viðræður við Landsnet um færslur á rafmagnslínum sem liggja í jaðri […]
Haustsýning Hafnarborgar 2015 Posted janúar 19, 2015 by avista Nú hefur farið fram lokaval á tillögum að haustsýningu í Hafnarborg 2015 en það var tillaga Aðalheiðar Valgeirsdóttur og Aldísar Arnardóttur sem varð fyrir valinu. Sýningartillagan sem ber vinnutitilinn Heimurinn án okkar leiðir saman íslenska listamenn af ólíkum kynslóðum sem vinna með hugmyndir um alheiminn í verkum sínum. Sýningartillagan fjallar um tíma og rúm þar […]
Bæjarstjórnarfundur 21.janúar Posted janúar 19, 2015 by avista Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 21. janúar 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum.
Kynningar á tillögu að nýju svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið Posted janúar 19, 2015 by avista Tillaga að nýju svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu hefur verið auglýst til umsagna, frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. febrúar. Þeir sem vilja kynna sér tillöguna er boðið á opið hús á skrifstofu SSH, Hamraborg 9, Kópavogi á eftirtöldum dögum: Þriðjudaginn 20. janúar kl. 16-18 Miðvikudaginn 21. janúar kl. 11:30 – 13:30 Fimmtudaginn 22. […]
Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks Posted janúar 16, 2015 by avista Fjölskylduráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Gjald vegna ferða allt að 60 skiptum í mánuði var ákvarðað hálft almennt fargjald almenningsvagna. Ferðir umfram þann fjölda munu kosta sem nemur almennu strætófargjaldi. Ekki er sett sérstakt hámark á fjölda ferða í mánuði, að teknu tilliti til umsagnar ráðgjafaráðs […]
Samantekt hreinsunarátak 2014 Posted janúar 13, 2015 by avista Hreinsun íbúðar-, iðnaðar- og nýbyggingarsvæða fór fram á tímabilinu 22.september-24 nóvember 2014 og skilað hreinsunarátakið rúmum 150 tonnum af úrgangi. Þess má einnig gert að í hreinsunarátaki 2012 þá voru fjarlægð tæp 115 tonn sem skiptist jafnt á milli járns og timburs sem nýtanlegt var til endurvinnslu. Árið 2013 voru fjarlægð rúmlega 65 tonn sem […]