Niðurstöður úttektar Capacent á Hafnarfjarðarhöfn Posted júní 18, 2015 by avista Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 4. mars síðastliðinn að láta gera úttekt á stjórnsýslu, fjármálum og rekstri Hafnarfjarðarhafnar síðastliðin tíu ár. Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar bæjarfulltrúum og hafnarstjórn í dag. Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að um leið og skuldastaða hefur batnað hefur rekstrarkostnaður aukist. Þessi þróun hefur orðið þrátt fyrir að tekjur á tímabilinu […]
Dagskrá 17. júní 2015 Posted júní 17, 2015 by avista 17. júní 2015 – Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði 8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling Skátafélagið Hraunbúar flaggar 100 fánum víðsvegar um bæinn í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 19. júní. 10:00 Frjálsíþróttamót í frjálsíþróttahúsi Kaplakrika Frjálsíþróttadeild FH stendur fyrir frjálsíþróttamóti fyrir 6-10 ára – börn fædd 2005-2009 Keppt verður í eftirtöldum […]
Íþróttastyrkir fyrir 16 ára og yngri Posted júní 16, 2015 by avista Í dag tóku fulltrúar hafnfirskra íþróttafélaga á móti styrkjum frá Rio Tinto Alcan á Íslandi hf og Hafnarfjarðarbæ fyrir 16 ára og yngri iðkendur félaganna við athöfn í Straumsvík. Frá árinu 2001 hefur verið í gildi samningur milli Rio Tinto Alcan, ÍBH og Hafnarfjarðarbæjar um stuðning við íþróttastarf 16 ára og yngri iðkenda aðildarfélaga ÍBH. […]
Hundrað fjallkonur í Hafnarfirði á 17. júní Posted júní 16, 2015 by avista Eitt hundrað konur í þjóðbúningum flytja ávarp fjallkonunnar, „Á annarri öld“ eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, á þjóðhátíðardaginn í Hafnarfirði í tilefni af hundrað ára afmæli kosningarréttar kvenna. Undanfarin ár hefur Annríki – þjóðbúningar og skart veitt aðstoð við að klæðast þjóðbúningum allra landa og kl. 11 á að safnast saman í Flensborgarskólanum til undirbúnings. Kl. […]
Gefa verðlaunafé til UNICEF Posted júní 15, 2015 by avista Nemendur Ásheima 7. SL bekkjar Áslandsskóla unnu til verðlauna fyrir tóbakslausan bekk 2015 sem haldið er á vegum Landlæknisembættisins ár hvert. Þau gerðu fræðslumyndband sem þau kölluðu „Þess vegna ætla ég ekki að reykja” og voru meðal tíu bekkja á landsvísu sem verðlaunuð voru fyrir sitt framtak. Fljótlega eftir að ljóst var að þau hefðu […]
Skýrsla um bættan námsárangur kynnt Posted júní 15, 2015 by avista Skólastofan ehf. kynnti í morgun skýrslu sína um bættan námsárangur í Hafnarfirði á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og starfsmaður Skólastofunnar, kynnti úttekt á skólastarfi bæjarins með áherslu á möguleika skólanna til að ná bættum námsárangri, sérstaklega með tilliti til læsis og stærðfræði. Í skýrslunni eru kynntar ýmsar tillögur um mögulegar […]
Hættir eftir áratuga starf Posted júní 15, 2015 by avista Haustið 1961 byrjuðu yfir 200 sjö til átta ára börn í Öldutúnsskóla. Haukur Helgason var ráðinn skólastjóri og með honum fjórir kennarar. Þeirra á meðal var Sigríður Þorgeirsdóttir eða Stella eins og hún er yfirleitt kölluð. Síðasti vinnudagurinn hennar var á skólaslitum miðvikudaginn 10.06. en þá tók hún við þakklætisvotti frá samstarfsmönnum. Stella hefur kennt […]
Sumarstarfið að hefjast Posted júní 10, 2015 by avista Skráning í sumarstarf á vegum Hafnarfjarðarbæjar er í fullum gangi á Mínum síðum á www.hafnarfjordur.is - skráning á sumarnámskeið 2015. Á www.tomstund.is/sumarvefur er hægt að skoða framboðið á sumarstarfi í Hafnarfirði. Á vegum Hafnarfjarðarbæjar er boðið uppá leikjanámskeið fyrir 7-9 ára og Tómstund fyrir 10-13 ára börn. Þá verða starfræktir Skólagarðar þar sem börn á aldrinum 7-12 ára hafa forgang að skrá sig og […]
Ráðningarvefur lokaður vegna viðhalds Posted júní 10, 2015 by avista Athugið að ekki er hægt að sækja um störf hjá Hafnarfjarðarbæ í dag 10. júní vegna viðhalds á ráðningarkerfi.
Íþróttamál greining á samningum Posted júní 9, 2015 by avista „Í dag var kynnt fyrir kjörnum fulltrúum og forsvarsmönnum ÍBH samantekt og greining ráðgjafafyrirtækisins R3 á fjárframlögum Hafnarfjarðarbæjar til íþróttafélaga í bænum síðastliðin tíu ár og samningum þar um. Þá er einnig gerður samanburður við fyrirkomulag í nágrannasveitarfélögunum. Greiningin er liður í vinnu bæjarstjórnar við að kortleggja samninga við íþróttafélögin þannig að betri yfirsýn fáist yfir málaflokkinn. […]