Bæjarstjórnarfundur 18.mars kl. 14.00 Posted mars 16, 2015 by avista Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 18.mars 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.
Undanúrslit í Veistu svarið? Posted mars 16, 2015 by avista Mánudaginn 16. mars fóru fram undanúrslit í Veistu Svarið, spurningakeppni grunnskóla Hafnarfjarðar, annars vegar í félagsmiðstöðinni Öldunni þar sem Öldutúnsskóli mætti Áslandsskóla, og hins vegar í félagsmiðstöðinni Setrinu þar sem Setbergsskóli mætti Lækjarskóla. Svo fór að Setbergsskóli sigraði Lækjarskóla 27-19 og Áslandsskóli vann Öldutúnsskóla 34-21. Fyrsta umferð fór fram mánudaginn 2. mars. Kepptu þá lið […]
Kynning á heilsueflandi skóla Posted mars 16, 2015 by avista Í dag var haldinn kynningarfundur um heilsueflandi leik- og grunnskóla fyrir stjórnendur í leik- og grunnskólum bæjarins í tilefni þess að Hafnarfjörður hefur gert samning um að gerast heilsueflandi samfélag. Fundurinn var haldinn í Hraunvallaskóla þar sem nálægt 30 manns tóku þátt í fundinum. Á fundinum kynntu þrír skólar, Flensborgarskólinn, Hraunvallaskóli og Hvaleyrarskóli, hvernig þeir […]
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Posted mars 16, 2015 by avista Þriðjudaginn 17.mars kl. 17.15 verður haldinn umræðufundur í Hafnarborg þar sem rætt verður um starfssemi Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem stofnuð verður á næstu vikum. Markaðsstofan mun leggja áherslu á að gera Hafnarfjörð að öflugum valkosti fyrir fólk og fyrirtæki til búsetu, atvinnu og afþreyingar. Fundarstjóri – Helgi Ásgeir Harðarson Dagskrá fundarins; Inngangur – Pétur Óskarsson Markaðsstofa […]
Barnakóramóti frestað Posted mars 13, 2015 by avista Barnakóramóti Hafnarfjarðar sem halda átti á morgun, 14. mars, í Víðistaðakirkju er frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs. Ný dagsetning kynnt síðar. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar.
Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni ljósir Posted mars 13, 2015 by avista Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði fór fram í Hásölum í dag en fresta þurfti keppninni vegna veðurs frá þriðjudeginum síðasta. Hátíðin var falleg og ljúf að venju og erfitt að velja sigurvegara. Sigurvegara varð þó að velja. Í þriðja sæti varð Gunnar Árnason úr Setbergsskóla og í öðru sæti Katla Sif Snorradóttir úr Áslandsskóla. Sigurvegari […]
Hönnun í Hafnarfirði Posted mars 12, 2015 by avista 12.-15. mars verður lögð áhersla á hönnun í Hafnarfirði. Hafnarborg, Íshús Hafnarfjarðar og Litla Hönnunar Búðin taka þátt í Hönnunarmars og vill Hafnarfjarðarbær vekja athygli á gróskumikilli hönnun í bænum. Aðgangur ókeypis. Hafnarborg, Strandgötu 34 Á gráu svæði / Gray Area. Sýning á nýjum verkum skoska hönnuðarins David Taylor sem liggja á mörkum hönnunar og […]
Mikill áhugi fyrir lóðum í Hafnarfirði Posted mars 12, 2015 by avista Mikill áhugi var fyrir lóðinni Kirkjuvöllum 12 sem nýlega var auglýst laus til umsóknar. Sjö aðilar sóttu um að fá að byggja fjölbýlishús á lóðinni sem er í eldri hluta Vallahverfisins. Vellirnir hafa byggst hratt upp og nú búa þar um 4900 manns. Vellirnir eru hverfi sem hefur upp á allt að bjóða, á svæðinu […]
Mamma Mia í Víðistaðaskóla Posted mars 12, 2015 by avista Nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla frumsýna söngleikinn Mamma Mia föstudaginn 20. mars kl. 19.30 í Íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla undir leikstjórn Lönu Írisar Dungal. Aðrar sýningar verða laugardaginn 21. mars kl. 14 og 17 og sunnudaginn 22. mars kl. 14 og 17. Nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla sýna árlega söngleik og í ár það hinn vinsæli […]
Fjölgreindarleikar í Víðistaðaskóla Posted mars 12, 2015 by avista Í þessari viku standa yfir fjölgreindarleikar í Víðistaðaskóla en þá einkennir skólastarfið af verkefnum sem sjást ekki á hverjum degi í skólanum og reyna á mismundandi eiginleika og birta ólíka hæfileika. Á fjölgreindarleikum er brugðið á leik og líkami, sál og hugur virkjaður á margvíslegan hátt. Það er verið að kasta boltum, brjóta saman í […]