Category: Fréttir

Viðhaldsframkvæmdir sundstaða sumarið 2022

Viðhaldsframkvæmdir sundstaða Hafnarfjarðar sumarið 2022  Mánudaginn 27. júní hefjast viðhaldsframkvæmdir við Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug sem hafa áhrif á opnunartíma lauganna. Vegna þessa verður aukið við opnun í Sundhöll Hafnarfjarðar og hún opin um helgar á meðan framkvæmdum stendur. Suðurbæjarlaug – laugin lokar alveg vegna umfangsmikilla viðhalds- og nýframkvæmda. Stefnt er að opnun laugar í þrepum […]

Nýtt samkomulag um sorphirðu

Innleiðing á nýju fyrirkomulagi hefst vorið 2023 – svar við ákalli íbúa Hafnarfjarðarbær og Terra ehf hafa gert með sér samkomulag um sorphirðu frá heimilum í Hafnarfirði frá vori 2023 til ársins 2031 og frá stofnunum sveitarfélagsins til 2026. Sorphirða sveitarfélagsins var boðin út nýlega  og reyndist Terra ehf hlutskarpast. Skilmálar útboðs á sorphirðu hafa […]

Börn og furðufiskar á Flensborgarhöfn

Hátt í 400 börn og ungmenni tóku þátt í ár  Dorgveiðikeppni sumarnámskeiða Hafnarfjarðarbæjar við Flensborgarhöfn hefur með árunum orðið að keppni sem enginn á aldrinum 6-12 ára vill missa af. Hátt í 400 börn og ungmenni tóku þátt í dorgveiðikeppninni í ár og er óhætt að segja að spennustigið hafi verið hátt, eftirvæntingin mikil og […]

Sóltún Heilsusetur – nýmæli í öldrunarþjónustu

Sóltún Heilsusetur opnar 1. september – nýmæli í öldrunarþjónustu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og Sóltún öldrunarþjónusta ehf. hafa gert með sér samning sem kveður á um nýja tegund sérhæfðrar þjónustu við aldraða. Þjónustan verður veitt í endurgerðu húsnæði gamla Sólvangs í Hafnarfirði. Þar verða rými fyrir 39 einstaklinga sem gert er ráð fyrir að dvelji þar […]

Snyrtileikinn 2022 – bentu á þann sem að þér þykir bestur

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, falleg tré,  götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir meðal annars á innsendum tillögum og eru íbúar, gestir, starfsfólk fyrirtækja og stofnana í Hafnarfirði og aðrir áhugasamir hvattir til að benda á þann sem […]

Komdu að dorga! Dorgveiðikeppni fyrir 6-12 ára

Hin árlega dorgveiðikeppni við Flensborgarhöfn verður haldin nk. miðvikudag frá kl. 13:30-15. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára. Furðufiskurinn, stærsti fiskurinn og flestu fiskarnir  Miðvikudaginn 22. júní er áætlað að halda hina árlegu dorgveiðikeppni á Flensborgarbryggju fyrir hafnfirsk börn á aldrinum sex til tólf ára fædd 2010-2015. Keppnin byrjar um […]

Ávarp fjallkonunnar 2022

Guðrún Edda Min Harðardóttir, fimleikakona, er fjallkona Hafnarfjarðar árið 2022. Höfundur þjóðhátíðarljóðsins er Króli – Kristinn Óli Haraldsson. Þjóðhátíðarljóð 2022 Hvað var áður en öndvegissúlur ráku á land?Hvað var áður en nokkur hafði í fjörunni snert sand?Vorum við fyrst? Eða næst fyrst? Og ef svo er skiptir það máli?Eru allar sögurnar sannar sem við lærðum […]

Sönghátíð í Hafnarborg

Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin í sjötta sinn dagana 18. júní–10. júlí 2022. Hátíðin er helguð klassískri tónlist, ljóða-, óperu- og kórsöng. Þá er markmið hátíðarinnar að heiðra klassíska söngtónlist og auka almenna þekkingu á list raddarinnar með tónleikum og námskeiðahaldi. Á Sönghátíð í Hafnarborg í ár verður boðið upp á átta tónleika með framúrskarandi […]

Komdu og fagnaðu þjóðhátíð með okkur heima í Hafnarfirði 2022

Fjölbreytt dagskrá verður í boði víðsvegar um Hafnarfjörð á 17. júní. Þjóðhátíðardagurinn hefst með fánahyllingu á Hamrinum og víðar um bæinn við fyrsta hanagal kl. 8 og lýkur með tónlistarveislu á Thorsplani en kvölddagskrá í hjarta Hafnarfjarðar á sjálfan þjóðhátíðardaginn snýr aftur á hátíðarhöldunum í ár. Fram koma ungir tónlistarmenn í bland við aðra reyndari. […]

Móttöku jarðefna í Hamranesi hætt

Móttöku jarðefna við landmótunarstaðinn í Hamranesi verður hætt þann 30. júní nk. Bent á að hægt er að fara með jarðefni á eftirfarandi staði: Bolaöldur við Vífilfell Vatnsskarðsnámur við Krísuvíkurveg Tunguhella 1-5   Nánari upplýsingar um móttöku jarðefna