Category: Fréttir

COVID-19: Aflétting allra takmarkana

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með föstudeginum 25. febrúar verði öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 aflétt, jafnt innanlands og á landamærunum. Þar með falla brott allar reglur um takmarkanir á samkomum og skólahaldi og einnig krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af COVID-19. Heilbrigðisráðherra kynnti ákvörðun sína á fundi ríkisstjórnar […]

Þrír bæjarlistamenn sameina krafta sína í Gaflaraleikhúsinu

Fjölskyldusöngleikurinn Langelstur að eilífu frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu Laugardaginn 26. febrúar kl. 13 og sunnudaginn 27. febrúar kl. 13 Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði frumsýnir fjölskyldusöngleikinn Langelstur að eilífu helgina 26. – 27. febrúar kl. 13. Leikgerð Bjarkar Jakobsdóttur sem jafnframt leikstýrir sýningunni er byggð á verðlaunabókum Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur um vinina Eyju og Rögnvald sem verða bestu […]

Flókið að leysa mönnun á heimilum fatlaðs fólks í Covid

Fjöldi starfsmanna og íbúa á heimilum fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði er með covid. Um helmingur forstöðumanna heimilanna greindist einnig með veiruna í þessari viku. Flókið hefur verið að leysa mönnun þar sem íbúar þurfa sólarhringsþjónustu. Rúmlega sextíu íbúar eru á heimilum fyrir fatlaða í Hafnarfirði og fá sólarhringsþjónustu.  Viðtal við Hrönn Hilmarsdottur var birt […]

Hundruð sérbýlislóða til úthlutunar í fallegri byggð

Enn eitt íbúðahverfið rís í Hafnarfirði Ásland 4 er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði og munu lóðir á þessu fallega svæði í suðurhlíðum Ásfjalls koma til úthlutunar á árinu 2022, þær fyrstu á vormánuðum. Auglýsing á deiliskipulagi nýs hverfis samhliða auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi Áslands 4 og 5 var staðfest á fundi bæjarstjórnar 9. febrúar […]

Áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa undirritað samning um stofnun samstarfsvettvangs sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Samningurinn byggir á Framtíðarsýn og leiðarljósi íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 sem unnin var í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og hagaðila.  Sjá tilkynningu á vef Samtaka sveitarfélaga á […]

Hugum að snjóflóðahættu í vetrarútivist

Talsverður snjór er á landinu um þessar mundir og margir nýta sér aðstæðurnar í ýmis konar vetrarútivist. Mikilvægt er að huga að því öllum stundum að þegar ferðast er í brattlendi að vetrarlagi þarf alltaf að gæta að mögulegri snjóflóðahættu.  Sjá tilkynningu vef Veðurstofunnar   Veðurstofan gefur út snjóflóðaspár fyrir 5 landsvæði sem gefa vísbendingu um […]

Óveður í aðsigi – fylgjumst vel með!

Förum varlega og verum ekki á ferðinni að nauðsynjalausu Aftur er óveður í aðsigi og því er mikilvægt að fólk fylgist vel með veðri, færð og tilkynningum frá almannavörnum. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs gildir síðdegis í dag frá kl. 16-19, en þá tekur við rauð viðvörun, sem gildir frá kl. 19-22.30. Fólk er hvatt til […]

Vetrarfrí í Hafnarfirði

Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar mánudaginn og þriðjudaginn 21.-22. febrúar og víðar um land. Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. Heilsubærinn Hafnarfjörður í samvinnu við Hugmyndabankann býður börnum og fjölskyldum þeirra að spreyta sig á skemmtilegum ratleik í nærumhverfinu í vetrarfríinu sem Margrét […]

Skráning í fjölþætta heilsueflingu 65 ára og eldri er hafin

Leið að farsælum efri árum – nýtt verkefni hefst 28. febrúar 2022  Fjölþætt heilsuefling er verkefni á vegum Hafnarfjarðarbæjar og Janusar heilsueflingar. Verkefnið er fyrir einstaklinga 65 ára eða eldri sem eru með lögheimili í Hafnarfirði. Verkefnið hefur verið í gangi síðan í febrúar 2019 og hefur gengið mjög vel með hressum og skemmtilegum þátttakendum […]

Mokstur í húsagötum stendur yfir

Þökkum þolinmæði og sýndan skilning Starfsfólk þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar og verktakar á vegum sveitarfélagsins halda ótrauð áfram að moka og ryðja götur og stíga bæjarins. Um leið og snjókoma hætti í vikunni og svigrúm gafst til annars en að halda stofnleiðum, Strætóleiðum og helstu bílaplönum opnum þá hófst hópurinn handa við mokstur í húsagötum. Mokstur og […]