Framkvæmdir í Hellisgerði

Tilkynningar

Áfangaskiptar framkvæmdir við endurbætur og uppbyggingu standa yfir í Hellisgerði og verður aðgengi að svæðinu takmarkað fram í ágúst. Öll leiktæki á svæðinu hafa verið fjarlægð og vinnuvélar á svæðinu. Barnahópur er bent á útivistarsvæðið á Víðistaðatúni.

Vegna framkvæmda verður aðgengi að svæðinu eitthvað takmarkað

Áfangaskiptar framkvæmdir við endurbætur og uppbyggingu standa yfir í Hellisgerði. Framkvæmdir í garðinum hófust sumarið 2022 og munu standa yfir fram í ágúst 2023 þegar til stendur að halda afmælishátíð í tilefni af 100 ára afmæli skrúðgarðsins. Þessa dagana stendur yfir vinna framan við svið og kaffihús í garðinum. Grasflötin verður löguð, gerðir stígar og setpallar. Leiksvæðið verður lagað og gengið frá yfirborði við hjartað sem stendur við inngang við Reykjavíkurveg. Öll leiktæki á svæðinu hafa verið fjarlægð og vinnuvélar á svæðinu.

Garðurinn er ekki heimsóknarvænn fyrir barnahópa fram í ágúst

Stutt frá Hellisgerði er Víðistaðatún, fallegur almenningsgarður umkringdur hrauni við Víðistaðakirkju og skátaheimili Hraunbúa. á Víðistaðatúni geta allir fundið skemmtun við hæfi. Svæðið státar af fjölmörgum útilistaverkum sem tilvalið er að skoða og börn hafa gaman af að leika sér í. á Víðistaðatúni geta bör leikið sér í aparólu, ærslabelg og kastala. Einnig er þar skógarlundur sem gaman er að leika sér. Þegar allir eru orðnir svangir er hægt að grilla í grillhúsi sem er rétt hjá kastalanum. Á svæðinu er stórt viðburðatún þar sem fjölmargar uppákomur eru haldnar árlega. Þessa dagana stendur til að mynda þar yfir Víkingahátíð.

Ábendingagátt