Framkvæmdir við reiðhöll Sörla hefjast í apríl 2023

Fréttir

Þann 29. nóvember síðastliðinn undirrituðu Hafnarfjarðarbæjar, Eykt og Sörli samning um um byggingu nýrrar reiðhallar fyrir Hestamannafélagið Sörla. Ráðgert er að framkvæmdir hefjist í apríl 2023 og með áætluðum lokum framkvæmda á árinu 2025.

Þann 29. nóvember síðastliðinn undirrituðu Hafnarfjarðarbæjar, Eykt og Sörli samning um um byggingu nýrrar reiðhallar fyrir Hestamannafélagið Sörla. Ráðgert er að framkvæmdir hefjist í apríl 2023 og með áætluðum lokum framkvæmda á árinu 2025. Áætlanir gera ráð fyrir að reiðgólf hallarinnar verið tilbúið til notkunar í janúar 2024 þó áfram verði unnið í öðrum hlutum verksins. Hafnarfjarðarbær fagnar því að þetta mikilvæga uppbyggingarverkefni sé komið í farsælan farveg.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar handsala samning um uppbyggingu reiðhallar. Hér með Helgu Ingólfsdóttur bæjarfulltrúa og Atla Má Ingólfssyni framkvæmdastjóra Sörla.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar handsala samning um uppbyggingu reiðhallar. Hér með Helgu Ingólfsdóttur bæjarfulltrúa og Atla Má Ingólfssyni framkvæmdastjóra Sörla.

Sörlastaðir og vallarsvæði Sörla er einstakt

Ný reiðhöll mun gjörbreyta aðstöðu hestafólks hjá Sörla og opna á ný tækifæri fyrir mótahald innandyra. Sörlastaðir og vallarsvæði Sörla er einstakt og samfélagið, umhverfið og umgjörðin sem Sörli byggt upp á svæðinu til fyrirmyndar. Ný bygging mun færa félagsmenn og gesti enn nær vellinum, nær íþróttinni og hestunum. Inni- og útiáhorfendaaðstaða mun renna saman og verður úr nýju húsi hægt að ganga út á hellulagða stétt ofan við nýja áhorfendabrekku við völlinn. Tilkoma nýrrar byggingar mun hjálpa félaginu að bjóða upp á enn betra starf í uppbyggingu barna- og nýliðunarstarfsins og auka möguleika á kennslu og föstum æfingum fyrir félagsmenn Sörla. Keppnis- og afreksfólk félagsins fær loks glæsilega inniaðstöðu til æfinga.

Örfáar lausar hesthúslóðir er til á svæðinu. Áhugasamir aðilar eru hvattir til að tryggja sér lóð og byggja nýtt hesthús á flottu félags- og útreiðasvæði.

Áfram Sörli!

Ábendingagátt