Kennslustofur óskast fyrir grunnskólabörn
Vegna mikillar fjölgunar skólabarna í Hamranesi þá mun Hafnarfjarðarbær að fjölga kennslustofum og verða þær staðsettar við Skarðshlíðarskóla. Um er að ræða fjórar kennslustofur. Tilboð verða opnuð að Norðurhellu 2 mánudaginn 29. apríl kl. 11.
Hafnarfjarðarbær óskar eftir kennslustofum fyrir grunnskólabörn
Vegna mikillar fjölgunar skólabarna í Hamranesi þá mun Hafnarfjarðarbær að fjölga kennslustofum og verða þær staðsettar við Skarðshlíðarskóla. Um er að ræða fjórar kennslustofur – sem næst 63-66 fm hver. Önnur rými: það þarf að vera fatahengi og salerni fyrir allt að 100 börn, má leysast með hverri kennslustofu eða í samtengdu rými milli stofanna. Þá þarf að vera aðstaða fyrir kennara, tvö herbergi 6-10 fermetrar hvort. Kennslustofurnar skulu vera samtengdar og uppfylla kröfur til algildrar hönnunar og full einangraðar í samræmi við byggingarreglugerð. Vakin er sérstök athygli á því að seljendur stofanna skulu gera grein fyrir aldri stofanna, helstu byggingarefnum og grunnmynd sem sýnir hvernig stofurnar séu tengdar samar.
Skila skal stofunum á lóð Skarðshlíðarskóla eigi síðar en 15. ágúst næstkomandi.
Tilboð opnuð að Norðurhellu 2 mánudaginn 29. apríl kl. 11
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, í gegnum netfangið: siggih@hafnarfjordur.is