Lækur er athvarf fyrir fólk með geðrænan vanda

Fréttir

Lækur er athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda. Athvarfið flutti nýlega í Staðarberg 6 og er aðstaðan orðin hin glæsilegasta. Eitt helsta hlutverk Lækjar er að vera öruggur og góður vettvangur fyrir fólk með það fyrir augum að draga úr félagslegri einangrun, ýta undir samskipti við aðra og styrkja andlega og líkamlega heilsu þar sem allir fá að njóta sín

Lækur er athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda .
Athvarfið flutti nýlega í Staðarberg 6 og er aðstaðan orðin hin glæsilegasta.
Eitt helsta hlutverk Lækjar er að vera öruggur og góður vettvangur fyrir fólk með
það fyrir augum að draga úr félagslegri einangrun, ýta undir samskipti við aðra
og styrkja andlega og líkamlega heilsu þar sem allir fá að njóta sín. Á Læk er
boðið upp á morgunmat, hádegismat og kaffi gegn vægu gjaldi. Á staðnum er
einnig þvotta og baðstaða.

Adstada7

Afþreying og fræðsla
á jafningjagrundvelli

Lækur er ekki hefðbundinn meðferðarstaður eða stofnun heldur
vettvangur þar sem áhersla er lögð á að skapa heimilislegt andrúmsloft á
jafningjagrundvelli. Boðið er upp á ýmiskonar afþreyingu og fræðslu í daglegu
starfi athvarfsins og er undirtónninn hreyfing, slökun, samskipti, samvera og
spilamennska. Gestir hafa sjálfir mikil áhrif á mótun dagskrár og þannig hefur
t.a.m. verið boðið upp á námskeið í sápugerð, snyrtivörugerð, brjóstsykursgerð,
matreiðslu, skartgripagerð, myndlist og leir. Á nýju ári stendur til að setja
upp matjurtagarð og búa vel um fjórar hænur í bakgarðinum sem verða í umsjá
gesta. Áhersla verður lögð á að auka enn frekar við fjölbreytileikann í
starfseminni enda ríkur vilji fyrir því að allir geti fundið eitthvað áhugavert
við sitt hæfi með sköpun og hönnun að leiðarljósi. Einnig verður boðið upp á
notendastýrða hópa fyrir einstaklinga með kvíða og/eða geðklofagreiningu.

Adstada4

Forstöðumaður Lækjar er Brynja Rut Vilhjálmsdóttir og með
henni starfa þau Valur Páll Viborg, Guðbjörg Þórðardóttir og Sólveig
Baldursdóttir. Aðsetur Lækjar er að Staðarbergi 6 og er símanúmerið 585-5770 .
Starfsfólkið tekur fagnandi á móti öllum áhugasömum frá kl. 9-15 alla virka
daga nema föstudaga en þá opnar kl. 10. Þegar fjöldatakmarkanir og viðmið vegna
Covid19 falla niður mun opnunartíminn aftur verða til kl. 16. 

IMG_5741Hér má sjá starfsmannahópinn. F.v. Valur Páll Viborg, Sólveig Baldursdóttir, Guðbjörg Þórðardóttir, og Brynja Rut Vilhjálmsdóttir. 

Ábendingagátt