Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Lækur er athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda. Athvarfið flutti nýlega í Staðarberg 6 og er aðstaðan orðin hin glæsilegasta. Eitt helsta hlutverk Lækjar er að vera öruggur og góður vettvangur fyrir fólk með það fyrir augum að draga úr félagslegri einangrun, ýta undir samskipti við aðra og styrkja andlega og líkamlega heilsu þar sem allir fá að njóta sín
Lækur er athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda . Athvarfið flutti nýlega í Staðarberg 6 og er aðstaðan orðin hin glæsilegasta. Eitt helsta hlutverk Lækjar er að vera öruggur og góður vettvangur fyrir fólk með það fyrir augum að draga úr félagslegri einangrun, ýta undir samskipti við aðra og styrkja andlega og líkamlega heilsu þar sem allir fá að njóta sín. Á Læk er boðið upp á morgunmat, hádegismat og kaffi gegn vægu gjaldi. Á staðnum er einnig þvotta og baðstaða.
Afþreying og fræðsla á jafningjagrundvelli
Lækur er ekki hefðbundinn meðferðarstaður eða stofnun heldur vettvangur þar sem áhersla er lögð á að skapa heimilislegt andrúmsloft á jafningjagrundvelli. Boðið er upp á ýmiskonar afþreyingu og fræðslu í daglegu starfi athvarfsins og er undirtónninn hreyfing, slökun, samskipti, samvera og spilamennska. Gestir hafa sjálfir mikil áhrif á mótun dagskrár og þannig hefur t.a.m. verið boðið upp á námskeið í sápugerð, snyrtivörugerð, brjóstsykursgerð, matreiðslu, skartgripagerð, myndlist og leir. Á nýju ári stendur til að setja upp matjurtagarð og búa vel um fjórar hænur í bakgarðinum sem verða í umsjá gesta. Áhersla verður lögð á að auka enn frekar við fjölbreytileikann í starfseminni enda ríkur vilji fyrir því að allir geti fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi með sköpun og hönnun að leiðarljósi. Einnig verður boðið upp á notendastýrða hópa fyrir einstaklinga með kvíða og/eða geðklofagreiningu.
Forstöðumaður Lækjar er Brynja Rut Vilhjálmsdóttir og með henni starfa þau Valur Páll Viborg, Guðbjörg Þórðardóttir og Sólveig Baldursdóttir. Aðsetur Lækjar er að Staðarbergi 6 og er símanúmerið 585-5770 . Starfsfólkið tekur fagnandi á móti öllum áhugasömum frá kl. 9-15 alla virka daga nema föstudaga en þá opnar kl. 10. Þegar fjöldatakmarkanir og viðmið vegna Covid19 falla niður mun opnunartíminn aftur verða til kl. 16.
Hér má sjá starfsmannahópinn. F.v. Valur Páll Viborg, Sólveig Baldursdóttir, Guðbjörg Þórðardóttir, og Brynja Rut Vilhjálmsdóttir.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…