Rekstur leikskólans Áshamars

Auglýsingar

Hafnarfjarðarbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að reka nýjan, glæsilegan 6 deilda leikskóla, Áshamar. Leikskólinn er staðsettur í fallegu, ört vaxandi hverfi í Hamranesi í Hafnarfirði. Skólinn býður upp á framúrskarandi aðstöðu fyrir börn á leikskólaaldri.

Leikskólinn Áshamar. Tölvuteiknuð mynd

Hafnarfjarðarbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að reka nýjan, glæsilegan 6 deilda leikskóla, Áshamar. Leikskólinn er staðsettur í fallegu, ört vaxandi hverfi í Hamranesi í Hafnarfirði. Skólinn býður upp á framúrskarandi aðstöðu fyrir börn á leikskólaaldri. 

Leitað er að aðilum sem brenna fyrir menntun og velferð barna, hafa reynslu af rekstri leikskóla eða sambærilegum rekstri og vilja leggja sitt af mörkum til að skapa öruggt og námsvænt umhverfi fyrir yngstu íbúa Hafnarfjarðar.

Sérstök áhersla er lögð á samstarf við foreldra og samfélagið allt, til að tryggja að leikskólinn þjóni þörfum barna á fjölbreyttan hátt.

Í skólum Hafnarfjarðar er lögð áhersla á farsæld og samþætta þjónustu í þágu barna með áherslu á fjölbreytileika, sköpun og samvinnu allra.

 

Aðilar skulu skila eftirfarandi: 

  • Greinargerð um  áherslur á starfshætti og væntanlega hugmyndafræði skólans með vísan í aðalnámskrá leikskóla og sýn á hvernig unnið verði að uppbyggingu námsvæns umhverfis sem stuðlar að alhliða þroska barna, með áherslu á vellíðan og félagslega færni.
  • Greinargerð um reynslu af rekstri leikskóla eða sambærilegum rekstri.

 

Hafa skal í huga að starf leikskólans skal vera í samræmi við menntastefnu Hafnarfjarðar sem byggir á þátttöku, samvinnu og virðingu fyrir ólíkum þörfum barna.

Umsóknir skulu berast eigi síðar en 20. október til  fanney@hafnarfjordur.is , merktarRekstur leikskólans Áshamars“. Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs. Sendið fyrirspurnir á ofangreint netgang.  

Ábendingagátt