Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 vegna Straumsvíkurhafnar og að breytingum á deiliskipulagi vegna Reykjanesbrautar, Straumsvíkur og Rauðamelsnámu.

Aðalskipulagsbreyting vegna Straumsvíkurhafnar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 01.02. 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingartillögunni felst að hafnarsvæði H4 er stækkað um rúmlega 1 ha vegna áforma um nýjan aðkomuveg á landfyllingu og skipulagsákvæðum er breytt. Gert er ráð fyrir nýjum vegi til suðurs sem tengir starfsemi beggja vegna Reykjanesbrautar, jafnframt undirgöngum undir Reykjanesbrautina. Iðnaðarsvæði I5 er stækkað sunnan Reykjanesbrautar og skipt upp í I5A norðan Reykjanesbrautar og I5B sunnan hennar. Efnistökusvæði við Rauðamelsnámu er einnig skilgreint.

Breytingartillagan ásamt umhverfisskýrslu og greinargerð verða til sýnis að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri að Strandgötu 6 frá og með

15.5 – 26.6 2023.  Tillagan er til sýnis á hfj.is/skipulag og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7.

22153_230125_br_ask_grg_uppf(.pdf)

ASK_2013_2025_Straumsvikurhofn_25012023(.pdf)

Breyting á ASK og DSK – Straumsvíkurhöfn(.pdf)

 

Deiliskipulagsbreyting vegna Reykjanesbrautar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 01.03.2023 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Reykjanesbrautar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulagsins vegna nýs deiliskipulags Straumsvíkur sunnan Reykjanesbrautar. Einnig er gert ráð fyrir nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut austan við lóð Álversins.

20152_Reykjanesbraut-dsk-grg_br-e-augl-2022-02-14 (.pdf)

Reykjanesbr.Undirgöng_DSK.br._1AF2 (.pdf)

Deiliskipulagsbreyting vegna hafnarsvæðis í Straumsvík

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 15.02.2023 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi álversins í Straumsvík skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni er gert ráð fyrir stækkun hafnarsvæðis með stækkaðri landfyllingu og nýjum aðkomuvegi að svæðinu.

22153_DSK-V-U-01 A0_230215 (.pdf)

Deiliskipulag Straumsvíkur sunnan Reykjanesbrautar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 15.02.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Straumsvíkur sunnan Reykjanesbrautar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni felst að sniðinn er rammi um iðnaðarhverfi í samræmi við breyttar áherslur í aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Um er að ræða svæði er liggur á milli iðnaðarhverfis 2. áfanga Kapelluhrauns og Reykjanesbrautar, sem er skipt upp í rúmlega 30 nýjar lóðir fyrir iðnaðar- og athafnastarfsemi. Þar á meðal eru lóðir undir þegar byggð mannvirki ÍSAL. Á skipulagssvæðinu megi koma fyrir Coda Terminal, móttöku- og förgunarstöð fyrir koldíóxíð auk hefðbundnum iðnaðarlóðum.

101903-SKY-001-V01_Greinargerð -Kapelluhraun (.pdf)

DSK Kapelluhraun 23 feb 2023(.pdf)

Deiliskipulag Rauðamelsnámu

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 01.03.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni felst afmörkun 15,7 ha efnistökusvæðis við Rauðamel sunnan Reykjanesbrautar. Gert er ráð fyrir 1,6 ha byggingarreit á svæðinu þar sem heimilt verði að reisa allt að 6 mannvirki, samtals 500m² að hámarki. Aðkoma verði um Barböruveg. Þegar efnistöku er lokið ber að ganga frá svæðinu þannig að það falli vel að umhverfi sínu.

Tillaga dsk Rauðamelsnáma (.pdf)

———————————–

Tillögurnar, ásamt greinargerðum ef við á, verða til sýnis að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri að Strandgötu 6 frá og með 15.526.6.2023.  Einnig er hægt er að kynna sér tillögurnar hér að neðan.

Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagssviði.

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við breytinguna eigi síðar en 26.06. 2023 á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða stílaðar á:

Ábendingagátt