Vinnuskólinn

Vinnuskóli Hafnarfjarðar býður unglingum bæjarins upp á skemmtilega og fræðandi sumarvinnu.

Vinnutími og tímabil

Umsókn

Vinnutímabil

Vinnutímabilið er frá 10. júní til lok júlí.

14–16 ára unglingar (2008–20010) byrja að vinna 10. júní 2024.

17 ára unglingar (2007) byrja að vinna á mismunandi tímum eftir starfstöðvum, allt frá lok maí til miðjan júní.

Vinnutími

Daglegur vinnutími unglinga fer eftir aldri.

Vinnutími hjá 14 ára unglingum eru 3 tímar á dag, mánudaga til fimmtudaga (12 tímar á viku). Aðra hverja viku er unnið fyrir hádegi (kl. 09:00-12:00) og hina eftir hádegi (kl. 13:00-16:00).

Vinnutími 15 ára unglinga eru 3 tímar á dag, mánudaga til fimmtudaga. Einhverja daga vinna unglingarnir allan daginn, til að ná að klára tímana sína. Aðra hverja viku er unnið fyrir hádegi (kl. 09:00-12:00) og hina eftir hádegi (kl. 12:00-16:00).

Vinnutími hjá 16 ára unglingum eru 6 tímar á dag frá mánudegi til fimmtudags. Fyrir hádegi er unnið frá kl 09:00-12:00 og eftir hádegi frá kl 13:00-16:00.

Vinnutími hjá 17 ára unglingum eru 6 tímar á dag frá mánudegi til föstudags. Þá er unnið frá kl. 07:00 – 13:00.

Matartími telst ekki sem vinnutími. Ekki er leyfilegt að fara fram yfir heildartíma.

Tímar yfir sumarið

  • 14 ára unglingar vinna 71 tíma.
  • 15 ára unglingar vinna 92 tíma.
  • 16 ára unglingar vinna 118 tíma.
  • 17 ára unglingar vinna 193 tíma.