Umsóknarfrestur

Styrkir til hljóðvistar 2023

Auglýsingar

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna aðgerða á gluggum húsa við umferðarþungar götur. Styrkir eru veittir til endurbóta á hljóðeinangrun glugga á þeim hliðum húss þar sem hljóðstig reiknast 65 dB(A) eða hærra. Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2023.

Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2023

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna aðgerða á gluggum húsa við umferðarþungar götur. Styrkir eru veittir til endurbóta á hljóðeinangrun glugga á þeim hliðum húss þar sem hljóðstig reiknast 65 dB(A) eða hærra. Við úthlutun styrkja hafa þeir forgang sem búa við verstar aðstæður. Umsækjendur skulu í umsókn sinni greina frá fyrirhuguð aðgerðum og metur umhverfis- og skipulagsþjónusta hvort þær eru fullnægjandi en það er forsenda styrkveitingar.

Frekari upplýsingar fást hjá þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í gegnum netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is, netspjall á vef bæjarins (neðst í hægra horni), í síma 585-5500 eða með heimsókn í þjónustuverið að Strandgötu 6.

Ábendingagátt