Hreinsun og umhirða
Fallegt og öruggt nærumhverfi lætur öllum líða betur.

Gras og gróður
Senda ábendinguViðhald og umhirða á beðum, gróðri og grasi í bænum er útfært á umhverfisvænan og hagkvæman hátt.
Grassláttur
Gras í bænum er slegið 3–6 sinnum yfir sumarið af verktökum og Þjónustumiðstöð. Þau svæði sem eru mest notuð eru oftast slegin.
Það er ekki slegið inni á lóðum hjá fólki en hægt er að sjá lóðamörk á kortavefnum undir Fasteignum. Spurningar og ábendingar um slátt er best að senda gegnum Ábendingagáttina.
Græn svæði
Hellulagnir og hreinsanir á trjá- og blómabeðum eru framkvæmdar á sumrin af Þjónustumiðstöð og Vinnuskólanum.
Umhverfisvæn og hagkvæm sjónarmið eru höfð að leiðarljósi í útfærslu gróðurs og grænna svæða í bænum. Til dæmis:
- Útrýming á perlumöl á leikvöllum, í staðinn er settur umhverfisvænni og þægilegri kostur, eins og gúmmíhellur.
- Blómaengi á umferðareyjum, þau þurfa ekki slátt og eru betri fyrir umhverfið.
- Batterístæki eru notuð í stað rafmagnstækja.