Félagsstarf

Markmiðið er að eldra fólk í Hafnarfirði geti búið sjálfstætt sem lengst. Í boði er félagsstarf, hreyfing og fjölbreyttur stuðningur. Þjónandi leiðsögn er höfð að leiðarljósi.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði

Félag eldri borgara í Hafnarfirði (FEBH) er fyrir alla íbúa Hafnarfjarðar, 60 ára og eldri. Félagið heldur úti öflugu félagsstarfi. Árgjaldið er 3000 krónur en frítt er fyrir 90 ára og eldri.

Til að hafa samband við FEBH er hægt að senda tölvupóst á febh@febh.is eða hringja í síma 555 0142. Formaður er með viðtalstíma á mánudögum og miðvikudögun frá 14–16 og á fimmtudögum 10–12.

Dagskrá félagsstarfsins má finna á heimasíðunni febh.is og á Facebook-síðu Félags eldri borgara í Hafnarfirði.

Félagsmiðstöðin Hraunsel

Félagsmiðstöðin Hraunsel, Flatahrauni 3, er fyrir alla 60 ára og eldri. Opið er virka daga kl. 8:00–16:00. Sími: 555 0142.

Starfsemin er rekin af FEBH og verkefnastjóri er Linda Hildur Leifsdóttir, lindah@hafnarfjordur.is.

Í Hraunseli er meðal annars í boði:

  • kaffi og fréttablöð
  • bridge og félagsvist
  • bingó
  • dansleikfimi og línudans
  • stóla-jóga og qi gong
  • pílukast og billjard
  • bókmenntaklúbbur
  • kór
  • dansleikir

Fleiri námskeið eru auglýst sérstaklega.

Útivist

FEBH er einnig með öfluga dagskrá utandyra:

  • Göngur inn í Kaplakrika alla virka daga kl. 8–12.
  • Gengið frá Haukahúsi á mánudagsmorgnum kl. 10.
  • Pútt í Hraunkoti á miðvikudögum kl. 10.
  • Vatnsleikfimi Ásvallalaug á mánudögum og fimmtudögum kl. 14:50.