Félagsstarf

Markmiðið er að eldra fólk í Hafnarfirði geti búið sjálfstætt sem lengst. Í boði er félagsstarf, hreyfing og fjölbreyttur stuðningur. Þjónandi leiðsögn er höfð að leiðarljósi.

Félagsstarfið

  • Félag eldri borgara í Hafnarfirði (FEBH) er fyrir alla íbúa Hafnarfjarðar, 60 ára og eldri. Félagið heldur úti öflugu félagsstarfi. Árgjaldið er 3000 krónur, frítt er fyrir 90 ára og eldri.
  • Til að hafa samband við FEBH er hægt að senda tölvupóst á febh@febh.is eða hringja í síma 555 0142. Formaður er með viðtalstíma á mánudögum og miðvikudögun frá 14–16 og á fimmtudögum 10–12.
  • Dagskrá félagsstarfsins má finna á heimasíðunni febh.is og á Facebook-síðu Félags eldri borgara í Hafnarfirði.

Félagsmiðstöðin Hraunsel

  • Félagsmiðstöðin Hraunsel, Flatahrauni 3, er opin öllum 60 ára og eldri. Starfsemin er rekin af FEBH. Opið er virka daga kl. 8:00–16:00. Sími 5550142.
  • Verkefnastjóri er Linda Hildur Leifsdóttir lindah@hafnarfjordur.is

Í Hraunseli er meðal annars í boði:

  • kaffi og fréttablöð
  • bridge og félagsvist
  • bingó
  • dansleikfimi og línudans
  • stóla-jóga og qi gong
  • pílukast og billjard
  • bókmenntaklúbbur
  • kór
  • dansleikir

Fleiri námskeið eru auglýst sérstaklega.

Útivist

FEBH er einnig með dagskrá úti við:

  • Göngur inn í Kaplakrika alla virka daga kl. 8–12
  • Gengið frá Haukahúsi á mánudagsmorgnum kl. 10
  • Pútt í Hraunkoti á miðvikudögum kl. 10
  • Vatnsleikfimi Ásvallalaug á mánudögum og fimmtudögum kl. 14:50