Eldra fólk
Markmiðið er að eldra fólk í Hafnarfirði geti búið sjálfstætt sem lengst. Í boði er félagsstarf, hreyfing og fjölbreyttur stuðningur. Þjónandi leiðsögn er höfð að leiðarljósi.
Akstursþjónusta
Sækja um aksturEldra fólk sem getur ekki nýtt sér strætó getur fengið akstursþjónustu til að komast til læknis, í sjúkraþjálfun, endurhæfingu eða dagdvöl.
Hverjir eiga rétt á akstursþjónustu eldri borgara?
Íbúar í Hafnarfirði sem eru 67 ára eða eldri. Annað sem þarf að uppfylla er:
- Að búa sjálfstætt.
- Ekki eiga bíl.
- Vera ófær um að nota almenningssamgöngur.
Hvernig er sótt um akstursþjónustu?
Það er sótt um á Mínum síðum. Ef verið er að sækja um fleiri en 8 ferðir þarf að koma skrifleg umsögn fagaðila um þörfina, til dæmis læknis eða sjúkraþjálfara.
Til að fá meiri upplýsingar er hægt að senda fyrirspurn á akstur@hafnarfjordur.is
Hvernig á að panta akstur?
Teitur Jónasson ehf. sinnir sérhæfðri aksturþjónustu og hægt verður að panta og afpanta stakar og fastar ferðir í síma 515 2720 og á netfanginu ferd@teitur.is
515 2720. Pöntunin þarf að berast með allavega tveggja tíma fyrirvara. Ef það er minna en sólarhringur þar til ferðin er er best að hringja. Neyðarsími eftir lokun er 6600140
Opnunartími þjónustuvers er frá kl. 08:00 til 16:00 á virkum dögum.
Á hvaða tíma er ekið?
Aksturstími er alla daga frá kl. 06:30–00:00. Á stórhátíðum er akstur frá kl. 10–22.
Gjaldskrá
Akstursþjónusta | Hver ferð |
---|---|
Akstursþjónusta fatlaðs fólks | Hálft strætógjald |
Aksturþjónusta eldra fólks | Hver ferð | |
---|---|---|
Einstaklingar | ||
Tekjur undir 382.239 kr. á mánuði | Strætógjald | |
Tekjur hærri en 382.240 kr. á mánuði | Tvöfalt strætógjald | |
Hjón | ||
Tekjur undir 621.141 kr. á mánuði | Strætógjald | |
Tekjur hærri en 621.142 kr. á mánuði | Tvöfalt strætógjald |