Eldra fólk

Markmiðið er að eldra fólk í Hafnarfirði geti búið sjálfstætt sem lengst. Í boði er félagsstarf, hreyfing og fjölbreyttur stuðningur. Þjónandi leiðsögn er höfð að leiðarljósi.

Dagdvöl

Með dagdvöl er stutt við eldra fólk til þess að búa á eigin heimilum sem lengst og rjúfa félagslega einangrun.

Dagdvöl á Hrafnistu og Sólvangi

Bæði hjúkrunarheimilin í Hafnarfirði bjóða upp á dagdvöl.

  • Opnunartími er frá 9–16 alla virka daga.
  • Dvalartími getur verið frá 1–5 daga í viku. 
  • Akstur er í boði til og frá heimili.
  • Boðið er upp á morgunverð, heitan hádegisverð og síðdegiskaffi.
  • Fjölbreytt dagskrá í formi heilsueflingar og afþreyingar; félagsstarf, handavinna, léttar leikfimiæfingar og hvíldaraðstaða.
  • Daggestir greiða ákveðið daggjald.

Dagdvöl á Hrafnistu

Á Hrafnistu eru 26 pláss í dagdvöl. Dagdvölin er ætluð 67 ára og eldri.

Hægt er að fá meiri upplýsingar í síma 585 3000 eða með tölvupósti á netfangið simihh@hrafnista.is.

Dagdvöl á Sólvangi

Á Sólvangi eru 14 pláss í almennri dagdvöl og 12 í sérhæfðri dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Dagdvölin er ætluð 67 ára og eldri sem búa í Hafnarfirði.

Hægt er að fá meiri upplýsingar í síma 590 6509 eða með tölvupósti á dagdvol@solvangur.is.

Eftir að umsókn um almenna dagdvöl er fyllt út á að senda hana á dagdvol@solvangur.is.

Umsókn um sérhæfða dagdvöl fyrir fólk með heilabilun fer í gegnum minnismóttöku Landakots.

Dagþjálfun í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilun

Í Drafnarhúsi eru 22 pláss í dagdvöl. Með þjálfuninni er sjálfstæði fólks viðhaldið eins lengi og hægt er með því að styrkja líkamlega og vitsmunalega hæfni þess þannig að það geti búið sem lengst heima. Opnunartími er frá 8–16:30 alla virka daga.

Innifalið í þjálfun:

  • Fylgst með daglegu heilsufari
  • Efling á sjálfstrausti, dregið úr vanlíðan og vanmáttarkennd
  • Létt undir með aðstandendum
  • Samverustundir
  • Upplestur og söngur
  • Leikfimi, gönguferðir og útivera
  • Virkni, eins og aðstoð í eldhúsi, hannyrðir og kertagerð
  • Heimsókn frá presti og barnakór
  • Vinabandið kemur einu sinni í mánuði og spilar fyrir dansi
  • Dagsferðir

Hægt er að fá meiri upplýsingar um dagþjálfun í síma 534 1080 eða með tölvupósti á drafnarhus@alzheimer.is.

Í Lífsgæðasetri St. Jó bjóða Alzheimer-samtökin upp á stuðning, ráðgjöf og fræðslu fyrir fólk með heilabilun, aðstandendur og fagaðila.