Eldra fólk

Markmiðið er að eldra fólk í Hafnarfirði geti búið sjálfstætt sem lengst. Í boði er félagsstarf, hreyfing og fjölbreyttur stuðningur. Þjónandi leiðsögn er höfð að leiðarljósi.

Félagsstarf og heilsa

Reglulegt félagsstarf og hreyfing getur skipt sköpum þegar kemur að andlegri og líkamlegri heilsu. Í Hafnarfirði má finna öflugt félagsstarf og hreyfingu fyrir eldri borgara.

Hafnarfjarðarbær styður við eldri borgara og veitir þeim ýmsa þjónustu, þar má nefna verkefnið Brúkum bekki, þar sem bekkir voru staðsettir með stuttu millibili við allar helstu gönguleiðir.

Frístundastyrkur

Eldri borgarar geta fengið frístundastyrk í formi tekjutengdrar niðurgreiðslu fyrir íþrótta- og tómstundastarf, allt að 4000 kr. á mánuði. Sótt er um styrkinn á Mínum síðum. Einnig er frítt fyrir eldri borgara í allar sundlaugar bæjarins.

Janus heilsuefling

Hafnarfjörður er stoltur samstarfsaðili Janusar heilsueflingu sem vinnur að bættri heilsu og lífsgæðum eldri borgara.

Innifalið í þjálfuninni er:

  • Þolþjálfun einu sinni í viku
  • Styrktarþjálfun tvisvar í viku
  • Reglulegar mælingar 
  • Fræðslufundir
  • Lokaður Facebook-hópur
  • Aðgangur að heilsu-appi

Janus heilsuefling er staðsett í Lífsgæðasetri St. Jó. Sótt er um á vefsíðu Janusar. Hægt er að nýta frístundastyrk til niðurgreiðslu á gjaldi.

Hjallabraut 33

Á Hjallabraut 33 má finna ýmsa þjónustu fyrir eldri borgara:

  • Leikfimi. Þriðjudaga og föstudaga kl. 10:45. Upplýsingar í síma 585 1912.
  • Hárgreiðslustofa. Pantanir í síma 565 3680.
  • Snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Pantanir í síma 866 6015.
  • Mötuneyti.

Sólvangsvegur 1

  • Verslunarferðir. Farið frá Sólvangsvegi 1 í Bónus, alla þriðjudaga kl. 14.
  • Mötuneyti.

Dagdvöl

Hægt er að sækja um dagdvöl á Hrafnistu, Sólvangi eða í Drafnarhúsi (fólk með heilabilun). Þar er boðið upp á félagsstarf og hvíld.

Stuðningur við syrgjendur

Sorgarmiðstöð styður við syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra. Þar er hægt að sækja mismunandi fræðsluerindi, koma í stuðningshóp, djúpslökun, opið hús, taka þátt í göngum eða mæta á námskeið. Sorgarmiðstöð er öllum opin.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu þeirra, senda tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is eða hringja í síma 551 4141 alla virka daga frá 10–14.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði (FEBH) er fyrir alla íbúa Hafnarfjarðar, 60 ára og eldri. Félagið heldur úti öflugu félagsstarfi. Árgjaldið er 3000 krónur, frítt er fyrir 90 ára og eldri.

Til að hafa samband við FEBH er hægt að senda tölvupóst á febh@febh.is eða hringja í síma 555 0142. Formaður er með viðtalstíma á mánudögum og miðvikudögun frá 14–16 og á fimmtudögum 10–12.

Dagskrá félagsstarfsins má finna á heimasíðunni febh.is og á Facebook-síðu Félags eldri borgara í Hafnarfirði. 

Félagsmiðstöðin Hraunsel

Félagsmiðstöðin Hraunsel, Flatahrauni 3, er opin öllum 60 ára og eldri. Starfsemin er rekin af FEBH. Opið er virka daga kl. 8:00–16:00.

Í Hraunseli er meðal annars í boði:

  • kaffi og fréttablöð
  • bridds og vist
  • bingó
  • dansleikfimi og línudans
  • stóla-jóga og qi gong
  • pílukast og billjard
  • bókmenntaklúbbur
  • kór
  • dansleikir

Fleiri námskeið eru auglýst sérstaklega.

Útivist

FEBH er einnig með dagskrá úti við:

  • Göngur frá Kaplakripa alla virka daga kl. 8–12
  • Ganga frá Haukahúsi á mánudagsmorgnum kl. 10
  • Pútt í Hraunkoti á miðvikudögum kl. 10
  • Vatnsleikfimi Ásvallalaug á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14:50
Heilsuefling Mánaðargjald
Heilsuefling Janusar 8.868 kr.
Leikfimigjald 1.812 kr.