Tilboð í uppbyggingu samfélagsþjónustu í Hamranesi

Auglýsingar

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum frá áhugasömum byggingar- og rekstraraðilum í lóðina Hringhamar 43. Leggja skal fram hugmyndir að uppbyggingu, þjónustu- og rekstrarfyrirkomulagi m.a. fyrir hjúkrunarheimili og heilsugæslu.

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum frá áhugasömum byggingar- og rekstraraðilum í lóðina Hringhamar 43

Leggja skal fram hugmyndir að uppbyggingu, þjónustu- og rekstrarfyrirkomulagi m.a. fyrir hjúkrunarheimili og heilsugæslu. Væntanlegur lóðarhafi þarf að gera samning um rekstur og byggingu þjónustunnar gagnvart viðkomandi ríkisstofnun. Samkvæmt deiliskipulagi er á Hringhamar 43, lóð fyrir hjúkrunarheimili, heilsugæslu og þjónustu.

Lóð undir samfélagsþjónustu með 80 hjúkrunarrýmum

Á lóðinni er heimilt að reisa allt að 5 hæða byggingu sem inniheldur hjúkrunarheimili, heilsugæslu og þjónustu þessu tengda. Byggingarreitur lóðarinnar er rúmur og innan hans skal koma fyrir bílastæðum, útivistarsvæði, aðkomu neyðarbíla og byggingum. Gert er ráð fyrir allt að 80 hefðbundnum hjúkrunarrýmum, þar sem heimilisfólk hefur sérrými til afnota ásamt sameiginlegum svæðum. Á útisvæðum skal huga að skjólmyndum og notalegu umhverfi fyrir heimilisfólk til að dvelja á.

  • Lóðarstærð er 6726 m2
  • Hámarksbyggingarmagn er 6726 m2
  • Hámarksnýtingarhlutfall N= 1.0

Skilafrestur tilboða er til kl. 12 föstudaginn 14. júlí 2023

Umsækjendur skulu leggja fram upplýsingar um nýtingu lóðarinnar, m.t.t. þjónustu, fjármögnunar og hver aðkoma Hafnarfjarðarbæjar eigi að vera að verkefninu. Farið verður með innsendar upplýsingar tilboðsgjafa sem trúnaðarmál. Hafnarfjarðarbær áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum sem berast. Tilboðum skal skila til þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, eigi síðar en kl. 12 föstudaginn 14. júlí næstkomandi. Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar mun sjá um mat tilboða og innsendra gagna í samstarfi við starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og ráðgjafa.

Ábendingagátt