Sýningin Anakrónismi er samsýning þriggja listakvenna, sem velta fyrir sér hugtakinu; Hvað er tímaskekkja?

Er það gos sjálfssali á burtreiðum eða sólúr í apple búð? Tímaskekkjur eru víðsvegar og laumast inn í samfélagið okkar á ýmsan máta. Hægt er að bera rök fyrir að ýmis lög séu tímaskekkjur, aldraðar stofnanir sem voru skrifuð fyrir samfélag löngu horfið okkur. Ef við horfum í hina áttina getur fólk einnig verið tímaskekkjur: á undan sínum samtíma. Hefur þér einhverntímann liðið eins og þú sért ekki gerð/ur fyrir umhverfið þitt? Að tilvist þín sjálf stingi í stúf?

Á þessari sýningu í Litla Gallerý Strandgötu 19 dagana 1.-4. desember munu listakonurnar þrjár túlka tímaskekkjur hver með sínu nefi

Birna Daníelsdóttir er listakona og líffræðingur sem notast við margvísleg verkfæri til að tjá sig og vinnur mikið með blandaða tækni. Birna sækir innblástur í fjölskyldulífið og fegurðina í hversdagslífinu og gerir það einnig í þessu tilviki. Tími er takmörkuð auðlind og sem þjóðfélag höfum við aldrei haft eins mikið af honum þökk sé tækni og vísindum. Þrátt fyrir það eru flestir að bugast af tímaskorti og álagi við það að virðast og vilja vera með allt á hreinu.

Linn Janssen er listakona og teiknari frá Þýskalandi sem vinnur mikið með klippimyndir og blandaða tækni. Verkin hennar á þessari sýningu snúast um líffræðilega tímaskekkju. Í náttúrunni eru til margskonar plöntur sem eru tímaskekkjur í sjálfum sér, aðlagaðar að heim sem er horfinn.  Linn beinir sjónum okkar að þessum plöntutegundum í klippimyndunum sínum, sem eru unnar úr gömlum tímaritum. Hvað gerirðu við milljón ára þróun sem gegnir ekki lengur neinu hlutverki?

Alex Steinþórsdóttir er norðlensk listakona sem gerir maximalisk verk þvert á marga miðla. Hún endurtúlkar jafnan menningarlegt minni til að segja nýjar sögur. Í þessari sýningu fjallar hún viðhorf til hinseginleika sem nútíma fyrirbæri. Samfélagið tekur framförum og réttindi hinsegin samfélagsins með, líkt og samkynhneigð sé módernísk uppspretta, nýtilkomin á sviðið og hefði hvergi annarstaðar átt sér stað né stund. Alex vitnar í klassíska rómantíska málverkalist og endurtúlkar hana fyrir hinsegin ástir. Við vorum alltaf hér og við vorum stórbrotin.

Birna, Alex og Linn taka vel á móti gestum og allir velkomnir.

Opnunartímar eru eftirfarandi:

  • fimmtudagur 18:00 -21:00
  • föstudagur 13:00 – 21:00
  • laugardagur 12:00 -18:00
  • sunnudagur 13:00 – 18.00
Ábendingagátt