Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Laugardaginn 7. október kl. 14-16 bjóðum við ykkur velkomin á opna smiðju í Hafnarborg, þar sem listamaðurinn Sindri Ploder og sýningarstjórinn Íris Stefanía Skúladóttir munu taka á móti gestum á sýningunni Ef ég væri skrímsli, sem nú stendur yfir í safninu í tengslum við List án landamæra. Þar býðst gestum tækifæri til að spjalla við sýningarstjóra og listamann um sýninguna og verkin, sem og að teikna sitt eigið skrímsli. Þá verður hægt að fá ráðgjöf frá listamanni og jafnvel mun hann teikna sitt eigið skrímsli með gestum.
Á sýningunni sjálfri eru gestir leiddir inn í mynd- og hugarheim Sindra, sem var fyrr í ár útnefndur listamanneskja hátíðarinnar Listar án landamæra 2023. Sindri hefur teiknað skrímsli frá tólf ára aldri og notast helst við penna og pappír en hefur í seinni tíð einnig fært teikningar sínar yfir í þrívídd og gert skúlptúra í við, keramik, mósaík og textíl. Verk Sindra eru mörg hver sjálfsmyndir, þar sem glettni, dirfska og ögrandi gleði leynir sér ekki. Þá endurspeglast blikið í augum Sindra í teikningunum sem fanga áhorfandann við fyrstu sýn.
Sindri Ploder (f. 1997) hefur tekið þátt í fjölda sýninga síðan árið 2016, nú síðast í sýningunni Brot af annars konar þekkingu sem sýnd var í Nýlistasafninu í ársbyrjun. Þá tók Sindri fyrst þátt í samsýningu á vegum List án landamæra árið 2017, þar sem hann vann með hönnuðinum Munda Vonda. Eins tók Sindri þátt í List án landamæra árin 2019, 2020 og 2022, þar sem hann sýndi teikningar, ullarmottu og viðarskúlptúra. Árið 2019 tók hann listaáfanga í Myndlistaskólanum í Reykjavík og var í kjölfarið með verk á samsýningu í skólanum en Sindri hefur síðan verið í listnámi hjá Fjölmennt.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.
Föstudaginn 20. september kl.18 mun kvartett söngkonunnar Rebekku Blöndal koma fram á næstu Síðdegistónum í Hafnarborg. Þessi nýlegi kvartett samanstendur af…
Sunnudaginn 22. september kl. 14 bjóðum við ykkur velkomin á listamannaspjall um haustsýningu safnsins, Óþekkta alúð, ásamt þeim Elsu Jónsdóttur,…
Sunnudaginn 29. september kl. 14 mun Elín Sigríður María Ólafsdóttir, myndlistarmaður, taka á móti gestum á sýningunni „Við sjáum það sem við…