12 hafnfirsk félög fengu rúmar 13 milljónir króna

Fréttir

Tólf hafnfirsk íþróttafélög fengu samtals 13,2 milljónir króna úr sameiginlegum styrktarsjóði Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar í síðustu viku. Úthlutað er tvisvar á ári.

Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto með börnunum

Tólf hafnfirsk íþróttafélög fengu samtals 13,2 milljónir króna úr sameiginlegum styrktarsjóði Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar miðvikudaginn 25. júní 2025.

Íþróttastyrkurinn er afhentur við athöfn í álverinu í Straumsvík fyrir 18 ára og yngri iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH). Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, afhenti styrkina að viðstöddum Valdimar Víðissyni bæjarstjórinn í Hafnarfirði og Hrafnkeli Marinóssyni, formanni ÍBH. Þau rituðu einnig undir nýjan samning sem gildir fyrir árin 2025-2027 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar.

24 milljónir á ári

Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær greiða 12 milljónir króna árið 2025 hvor inn í samstarfið til stuðnings íþróttum barna í Hafnarfirði. Úthlutanir styrkja eru í júní annars vegar og hins vegar í desember út frá umsóknum félaga og reglum samningsins.

Upphæðin nú, 13,2 milljónir króna, er um 55% upphæðarinnar. Horft er til  iðkenda sem æfa að minnsta kosti 2 sinnum í viku og fjóra mánuði yfir árið.

Börnum á bakvið styrkinn fjölgar

Sótt var um stuðning vegna 5419 barna í fyrra en 5631 börn í ár. Fjölgaði börnunum því um 212 börn milli ára.

Eftirtalin félög fengu stuðning út frá samningi og umsóknum:
  • Fimleikafélag Hafnarfjarðar kr. 4.346.084.
  • Knattspyrnufélagið Haukar kr. 3.251.359.
  • Fimleikafélagið Björk kr. 1.861.268.
  • Brettafélag Hafnarfjarðar kr. 1.261.161.
  • Sundfélag Hafnarfjarðar kr. 860.309.
  • Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar kr. 534.470.
  • Badmintonfélag Hafnarfjarðar kr. 489.931.
  • Golfklúbburinn Keilir kr. 311.774.
  • Hestamannafélagið Sörli kr. 187.533.
  • Bogfimifélagið Hrói Höttur kr. 46.883.
  • Blakfélag Hafnarfjarðar kr. 25.786.
  • Íþróttafélagið Fjörður kr. 23.442.

Til hamingju öll með styrkinn og öflugt íþróttalíf í Hafnarfirði.

Ábendingagátt