Hafnarborg fær styrk til Rúnu

Fréttir

Hafnarborg hefur hlotið 750.000 króna styrk úr Hönnunarsjóði til verkefnisins Rúna, leturgerð. Það snýst um endurhönnun og sýningu á leturgerð Sigrúnar Guðjónsdóttur (f. 1926).

 

Styrkur til Hafnarborgar

Hafnarborg hefur hlotið 750.000 króna styrk úr Hönnunarsjóði til verkefnisins Rúna, leturgerð. Það snýst um endurhönnun og sýningu á leturgerð Sigrúnar Guðjónsdóttur (f. 1926).

Markmið verkefnisins er að gera leturgerð listakonunnar aðgengilega í tölvutæku formi og kynna hana almenningi í Hafnarborg í tengslum við HönnunarMars 2026.

Þá undirstrikar verkefnið mikilvægi varðveislu og nýsköpunar á sviði íslenskrar leturgerðar en það er eitt af alls 28 fjölbreyttum verkefnum á sviði hönnunar og arkitektúrs sem hlutu styrki úr sjóðnum að þessu sinni.

Starfsfólk Hafnarborgar þakkar kærlega fyrir veittan stuðning og við hlökkum til að deila afrakstrinum með gestum þegar þar að kemur.

  • Fréttin birtist fyrst á vef Hafnarborgar, hér
Ábendingagátt