Áhrif yfirvofandi verkfalla á starfsemi sundlauga og þjónustuvers

Fréttir

Aðildarfélagar BSRB og starfsfólk sundlauga og þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar, hafa boðað til verkfalls frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 5. júní. Komi til vinnustöðvunar verða sundlaugar og þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar lokuð.

Áhrif yfirvofandi verkfalla á starfsemi sundlauga og þjónustuvers

Aðildarfélagar BSRB og starfsfólk sundlauga og þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar, hafa boðað til verkfalls frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 5. júní. Komi til vinnustöðvunar verða sundlaugar og þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar lokuð og boðuð vinnustöðvun sem hér segir:

  • Frá kl. 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til kl. 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í þjónustuveri
  • Ótímabundið frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar í sundlaugum

Enginn má ganga í störf þessa starfsfólks nema forstöðumaður sundlauganna og sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs. Nánari upplýsingar verða gefnar út á sunnudagskvöld eða fyrir opnun á mánudag. Verði verkfalli aflýst mun starfsemi þjónustuvers verða með óbreyttum hætti eftir helgi en starfsemi sundlauganna mun verða skert í upphafi næstu viku vegna endurmenntunarnámskeiða starfsfólks allra sundlauganna í Hafnarfirði og það sem hér segir:

Mánudagurinn 5. júní

  • Ásvallalaug – lokað
  • Sundhöll Hafnarfjarðar – lokað
  • Suðurbæjarlaug – OPIÐ

Þriðjudagurinn 6. júní

  • Ásvallalaug – OPIÐ
  • Sundhöll Hafnarfjarðar – lokað
  • Suðurbæjarlaug – OPIÐ
Ábendingagátt