Álagningarseðlar fasteignagjalda 2024 

Fréttir

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2024 eru nú aðgengilegir á Mínum síðum og á island.is. Álagning fasteignagjalda er reiknuð út frá fasteignamati húss og lóðar. Á seðlunum koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, lóðarleigu, vatnsgjalds og fráveitugjalds auk sorphirðugjalds sem hefur tekið breytingum milli ára með innleiðingu á nýju flokkunarkerfi sumarið 2023.

Tíu gjalddagar yfir árið – fyrsti gjalddagi er 31. janúar

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2024 eru nú aðgengilegir á Mínum síðum og á island.is. Álagning fasteignagjalda er reiknuð út frá fasteignamati húss og lóðar. Á seðlunum koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, lóðarleigu, vatnsgjalds og fráveitugjalds auk sorphirðugjalds sem hefur tekið breytingum milli ára með innleiðingu á nýju flokkunarkerfi sumarið 2023. Einnig kemur fram fasteignamat og upplýsingar um eigendur og greiðendur gjaldanna.  

Tíu gjalddagar yfir árið – eindagi 30 dögum eftir gjalddaga 

Fasteignagjöld ársins 2024, sem eru yfir 25.000 kr., greiðast með tíu jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum: 31. janúar, 3. mars, 2. apríl, 4. maí, 1. júní, 2. júlí, 3. ágúst, 1. september, 2. október og 2. nóvember. Í þeim tilvikum sem heildarupphæð fasteignagjalda ársins er kr. 25.000 eða lægri er öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga ársins þann 31. janúar. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga. 

Skoða gjaldskrá – Gjaldskrár | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is) 

Lækkun eða niðurfelling á fasteignaskatti 

Elli- og örorkulífeyrisþegum er veittur afsláttur eða niðurfelling á fasteignaskatti samkvæmt  ákvörðun sveitarstjórnar ár hvert og reglum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.  Í upphafi árs 2024  er afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2022. Afslátturinn er endurreiknaður þegar skattframtal 2023 er staðfest hjá Skattinum. Leiði endurskoðunin til breytinga á afslætti þá skilar breytingin í þær greiðslur sem eftir eru á árinu.  Skilyrði til lækkunar eða niðurfellingar er að viðkomandi sé þinglýstur eigandi fasteignar, eigi þar lögheimili  Ekki þarf að sækja sérstaklega um afsláttinn.  

Álagningaseðlar fasteignagjalda eru eingöngu rafrænir  

Álagningar- og breytingarseðlar eru ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019. Greiðslu- og álagningarseðlar fasteignagjalda eru einungis birtir rafrænt og hægt að nálgast þá hvorutveggja á Mínum síðum á vef Hafnarfjarðarbæjar og á www.island.is. Fasteignagjöldin eru til innheimtu í netbönkum. Allar nánari upplýsingar veitir þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, í gegnum netspjall á www.hafnarfjordur.is, netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is og í síma: 585-5500.  

Ábendingagátt