Alþjóðadagur fatlaðs fólks 3. desember

Fréttir

Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember ár hvert er kastljósinu beint að baráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess í samfélaginu. Hafnarfjarðarbær leggur baráttunni lið og fagnar deginum og fjölbreytileikanum með því að lýsa upp Húsið að Suðurgötu 14.

Þátttaka í upplýstu samfélagi

Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember ár hvert er kastljósinu beint að baráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess í samfélaginu. Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eða yfir einn milljarður á heimsvísu. Hér á landi eru þetta um 57.000 manns. Fjólublár er litur alþjóðlegrar réttindabaráttu fatlaðs fólks.

Hafnarfjarðarbær leggur baráttunni lið

Með sýnilegum og fjólubláum hætti leggur Hafnarfjarðarbær þessari mikilvægu baráttu lið með því að fagna deginum og fjölbreytileikanum og lýsa upp Húsið að Suðurgötu 14 sem hýsir mikilvæga og daglega virkni og starfsemi fatlaðs fólks í Hafnarfirði. Þjónustu sem ýtir ekki bara undir virkni, þátttöku og sköpun heldur líka undir aukin tækifæri fatlaðs fólks með miklar stuðningsþarfir til þátttöku á almennum vinnumarkaði. Fólk með fötlun á rétt á þeirri þjónustu og stuðningi sem það þarf til að lifa sjálfstæðu og virku lífi. Í Hafnarfirði er þjónandi leiðsögn höfð að leiðarljósi og hlýja og hvatning sýnd í öllum aðstæðum.

Nánar um þjónustu Hafnarfjarðarbæjar við fólk með fötlun

Aukin vitund um ávinninginn af virkri þátttöku fatlaðs fólks

Alþjóðadagur fatlaðs fólks er haldinn 3. desember ár hvert og hefur verið haldinn frá árinu 1992 með það að markmiði að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og ýta undir stuðning við reisn, réttindi og velferð þess. Jafnframt að auka vitund um þann ávinning sem hlýst af þátttöku fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélagsins. Markmiðið er upplýst samfélag – ekki aðeins þessa daga heldur alla daga, samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda.

Ábendingagátt