Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
„Það skiptir miklu máli sem bæjarstjóri að kynnast starfsstöðvunum formlega og óformlega. Ræða við fólk, skilja andann og starfsemina,“ segir Valdimar Víðisson bæjarstjóri sem hefur náð markmiði sínu og heimsótt um 70 starfsstöðvar bæjarins frá því að hann tók við embætti í byrjun árs.
Blikaás 1, búsetukjarni fyrir fatlað fólk, var síðasta starfsstöðin af þeim um sjötíu sem bæjarstjóri heimsótti í kjölfar þess að hann tók við keflinu nú um áramótin. Valdimar Víðisson segir miklu máli skipta að kynnast starfsstöðvunum formlega og óformlega.
„Heimsóknirnar voru mjög gagnlegar og áhugaverðar,“ segir hann. „Það er mikilvægt að vera inn í málum og skilja starfsemi hverrar einingar þegar þær koma til umræðu, þá veit ég hvað er verið að tala um – hef mætt á staðinn.“
Valdimar segir heimsóknirnar hafa staðfest það sem hann vissi. „Ég er ánægður að sjá að alls staðar er öflugt og gott starfsfólk. Öll eru einhuga um að vinna vel fyrir sveitarfélagið. Gaman var að kynnast því sem ég hafði ekki kynnst áður. Alls staðar vel tekið á móti mér. Góðar móttökur,“ segir hann. Vinnustaðirnir þó sannarlega ólíkir.
Heimsótti mest fjórar sama daginn
Valdimar hefur mest heimsótt 4 starfsstöðvar á einum degi en dreift þeim yfir síðustu tíu vikurnar. „Ég byrjaði heimsóknirnar á að spjalla við forstöðufólk og gekk svo um vinnustaðinn og spjallaði við starfsfólk og þjónustuþega þegar það átti við,“ segir hann. Þekkt er að Valdimar var áður skólastjóri Öldutúnsskóla áður en hann tók við bæjarstjórakeflinu. Hann heimsótti alla skólana.
„Það var gaman að sjá hversu faglegt svigrúm skólarnir fá til að marka sér stefnu. Þeir eru ekki bundnir af því sama og eru ólíkir,“ segir hann.
Valdimar leggur mikla áherslu á að vera í samskiptum við íbúa og stafsfólk. „Já, ég vil vera í góðri tengingu.“ Hann ritar pistla á Workplace tvisvar í mánuði fyrir starfsfólk og greinir frá stöðu ýmissa verkefna á Facebook-síðu sinni.
„Með hækkandi sól ætla ég að vera í öðru glerhúsinu á Thorsplani og taka nokkra daga svo hver sem vill geti komið við, bæði gestir og gangandi, og hitt mig,“ segir hann.
„Ég er svo með þessa föstu tíma á þriðjudögum. Alltaf fullt. Mjög jákvætt. Mér finnst mikilvægt að vera í góðu sambandi við fólk því ég vinn jú bæði með og fyrir Hafnfirðinga.“
Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram Sumardaginn fyrsta eins og venjulega. Börnin kepptumst við og luku hlaupinu með glæsibrag.
Unnur Arna Jónsdóttir, eigandi Hugarfrelsis, mun veita öllum áhugasömum aukin verkfæri til að takast á við áskoranir tengdar skjátíma barna…
Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025. Arngunnur Ýr hefur skapað sér gæfuríkan feril til áratuga. Verk hennar…
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir geymslusvæðið verður kynnt á kynningarfundi þriðjudaginn 13. maí milli klukkan 16:00-17:30 á Norðurhellu 2 í…
Stóri plokkdagurinn verður haldinn frá morgni til kvölds sunnudaginn 27. apríl.
Söngleikurinn Horfnu ævintýrapersónurnar í uppsetningu 3. bekkjar Áslandsskóla fékk frábærar viðtökur á uppskeruhátíð Menningardaga Áslandsskóla fyrir páska. Þessi árlega menningarhátíð…
Nú er að njóta. Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga til að draga djúpt andann um páskana og njóta samveru og útiveru…
Sérstakt horn, sem kallast Réttindahorn og er hilla með bókum sem efla réttindavitund, er nú komið upp á Bókasafni Hafnarfjarðar.…
Sigrún Guðnadóttir, forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar, hefur verið sæmd heiðursorðu Póllands. Orðan er heiðursviðurkenning fyrir þjónustu við pólska samfélagið og Pólverja…
Allt kapp var lagt á að koma öllum ærslabelgjum heilsubæjarins Hafnarfjarðar í stand fyrir helgina enda skín sólin. Allir fimm…