Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri skoðaði viðamiklar hótelframkvæmdir sem nú eiga sér stað við Fjörukrána. Rósa hefur farið víða í haust og stefnir á að hitta fjölbreytt fyrirtæki í öllum geirum atvinnulífsins, heyra af áskorunum og tækifærum.
Undirbúningur í Víkingaþorpinu, Viking Village, var í fullum gangi fyrir kvöldið, þegar systurnar Birna og Unnur Viðarsdætur rekstarstjórar tóku á móti Rósu Guðbjartsdóttir bæjarstjóra vindasaman vetrarmorgun nú á dögunum.
Starfsemin er í miklum blóma þótt nú vetri, hótelnýtingin mikil enda sérstaða þorpsins og Fjörukrárinnar mikil. Þar hefur hvert handtak verið gert af alúð og staðurinn upplifun í hverju skrefi.
Hótel Víking og Fjörukráin eru við Víkingastræti 1-3 og einkenna bæinn. Þjónustan er persónuleg enda fjölskyldufyrirtæki. Fjörukráin hefur verið rekin af föður þeirra Birnu og Unnar, Jóhannesi Viðari Bjarnasyni, síðan 10. maí 1990. Hún er landsþekkt fyrir víkingaveislur sínar og Víking Village í 7. sæti yfir þá ferðamannastaði sem mest var leitað að á netinu á höfuðborgarsvæðinu, svokallaða segla samkvæmt Markaðsstofu Höfuðborgarsvæðisins, í fyrra. Þær systur hafa nú tekið við rekstrartaumunum.
Birna og Unnur leiddu bæjarstjóra um Fjörukrána og sögðu söguna en einnig frá mikilli uppbyggingu sem nú stendur yfir. Nýtt fjögurra stjörnu hótel rís bakatil þar sem gert er ráð fyrir um 55 herbergjum til viðbótar við þau 54 sem nú eru í boði. Stílbragðið verður í anda víkinga og hönnunin í höndum Brynhildar Sólveigardóttur. Vatn leikur stórt hlutverk í upplifuninni. Sjón er sögu ríkari.
Eldra hótelið verður í kjölfar þess nýja endurnýjað í stíl við það gamla en nú er verið að steypa grunninn og segir Birna búast við að hótelið opni í janúar 2026. Þangað flytur morgunverðarsalurinn og fleiri herbergjum bætt við í núverandi húsnæði.
Fleiri þekkja þó Fjörukrána en hótelreksturinn í Víkingaþorpinu, Viking Village. Jólaundirbúningurinn stendur nú yfir og verða jólahlaðborð þar alla föstudaga og laugardaga frá 15. nóvember. Það er ljóst að þessi fjölskyldurekstur er á miklu skriði.
Bæjarstjóri hefur heimsótt fyrirtæki nú í haust. Góðar aðstæður eru fyrir fyrirtæki til vaxtar og framþróunar í Hafnarfirði. Mörg hafa einmitt byggt upp og flutt starfsemi sína í sveitarfélagið síðustu mánuði og ár.
„Við Hafnfirðingar erum stoltir af þessari perlu á Strandgötunni, sem litar bæjarlífið lífi og einkennir. Við hlökkum til að sjá nýja hótelið upprisið en það er mikilvægt að fjölga hótelrýmum í miðbænum, þau munu auka umsvif og efla mannlífið,“ segir Rósa. „Það er mikilvægt fyrir mig sem bæjarstjóra að hitta atvinnurekendur og heyra beint hvernig við í bænum getum staðið sem best við ólíkan rekstur.“
Já, það verður virkilega gaman að sjá Víkingaþorpið vaxa.
Hafnarfjarðarbær og Framtíðar fólk ehf. hafa undirritað þjónustusamning um rekstur leikskólans Áshamars í Hafnarfirði. Hann verður 19. leikskólinn í bæjarfélaginu.
Nærri níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað eða 88%. Þá eru 86% íbúa ánægðir með…
Gera má ráð fyrir að áfram verði tafir á sorphirðu þessa vikuna. Fundað var með forsvarsmönnum Terra nú síðast í…
Við íbúar Hafnarfjarðar fáum tækifæri til að hafa áhrif á uppfærða umhverfis- og auðlindastefnu. Hægt er að koma með hugmyndir…
Skipaður hefur verið starfshópur sem finna á nýjum golvelli stað í landi Hafnarfjarðar. Samráð verður haft við hagsmunaaðila.
„Þótt námskeiðið sé fyrir ung börn er þetta svo mikið gert fyrir foreldra,“ segir María Gunnarsdóttir, sem heldur tónlistarnámskeið fyrir…
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…