Barnvænt sveitafélag – Þekkjum réttindi barna

Barnvænt sveitarfélag Fréttir

„Ég hvet því íbúa Hafnarfjarðar til þess að fara inn á heimasíðu UNICEF þar sem hægt er að sækja sér mikilvægar fræðslu er varða þátttöku barna og réttindi þeirra,“ segir Þórunn Þórarinsdóttir, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags hjá Hafnarfjarðarbæ. Bærinn stefnir á að fá viðurkenningu sem barnvænt samfélag síðar á árinu.

Hafnarfjörður innleiðir Barnasáttmálann

„Barnvænt sveitarfélag er verkefni sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins. Verkefnið byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative, sem hefur verið innleitt í þúsundum sveitarfélaga um allan heim síðan árið 1996,“ segir Þórunn Þórarinsdóttir, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags hjá Hafnarfjarðarbæ. Pistillinn birtist í Hafnfirskri æsku, nýjasta blaði Fjarðarfrétta.

„Hafnafjarðabær hefur verið á þeirri vegferð í samstarfi við UNICEF að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í stjórnsýslu og starfsemi bæjarins. Það er gert með hagsmuni allra barna og ungmenna sveitafélagsins að leiðarljósi.“ Innleiðing Barnasáttmálans feli í sér samþykki sveitarfélagsins til að hafa sáttmálann að leiðarljósi í starfi sínu og að grunnþættirnir fimm gangi sem rauður þráður í gegnum stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins.

Grunnþættirnir fimm sem allir tengjast réttindum barna eru:

Staða barna kortlögð

„Stýrihópur barnvæns sveitafélags hefur fylgt eftir innleiðingarhring frá UNICEF. Staða og velferð barna í Hafnarfirði hefur verið kortlögð. Út frá stöðumati var unnin aðgerðaáætlun með 19 aðgerðum. Þar er meðal annars lagt upp úr því að auka sýnileika þess að börn geti komið ábendingum sínum á framfæri og að valdefla Ungmennaráð. Einnig að efla sýnileika þess og vera með réttindafræðslu fyrir starfsfólk, börn og íbúa Hafnarfjarðar. Ungmennaráð Hafnarfjarðar er stór partur af verkefninu, börn og ungmenni búa yfir mjög verðmætari þekkingu á því hvað sé vel gert og hvað ekki og þátttaka þeirra því gríðarlega mikilvæg. Hafnafjarðabær stefnir á að fá viðurkenningu í ágúst 2025.“

Mikilvæg fræðsla hjá UNICEF

„Ég hvet því íbúa Hafnarfjarðar til þess að fara inn á heimasíðu UNICEF www.unicef.is  þar sem hægt er að sækja sér mikilvægar fræðslu er varða þátttöku barna og réttindi þeirra.“

 

Ábendingagátt